Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:46 Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að rithöfundar um allan heim glími við svipuð vandamál nú þegar streymisveitur með hljóð-og rafbækur festa sig betur í sessi. Örmarkaðurinn á Íslandi sé þó mun berskjaldaðri gagnvart þeim stórum breytingum heldur en aðrir. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“ Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“
Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51