Hugsunin á bakvið það að nota málningarkúlur er sú að verðirnir muni geta séð hvað þeir hittu.
Á myndskeiði sem náðist í fyrrnefndum garði má sjá stóran úlf nálgast fjölskyldu með ungt barn. Yfirvöld vonast til þess að „árásir“ þjóðgarðsvarða, það er að segja sársaukinn við að fá málningarkúluna í sig, muni leiða til þess að úlfarnir forðist að fara nær mannfólkinu en sem nemur 30 metrum.
Náttúruverndarsamtökin Faunabescherming hafa sakað starfsmenn þjóðgarða um að gefa úlfunum að éta gagngert til að gera þá gæfa, þar sem þjóðgarðsverðir hafa heimild til að fella þau dýr sem geta flokkast „til vandræða“.
Hvernig sem á það er litið getur vandamálið hins vegar varla talist stórt þar sem aðeins 20 fullorðnir úlfar eru taldir eiga heimkynni í Hollandi.
De @faunabeschermin heeft aangifte gedaan tegen directie @HogeVeluwe wegens het verzaken van haar zorgplicht jegens de onder haar verantwoordelijkheid vallende wolven. Nergens werden wolven zo tam zonder bijvoeren @Meldpunt144 @POL_Gelderland pic.twitter.com/UX2LOHVvKw
— DFB Gelderland (@fb_provGLD) October 26, 2022