Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Guðjón var ekki handtekinn vegna málsins.
Guðjón er byssusmiður og var á dögunum sakaður um að selja ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Fréttastofa ræddi við byssusmiðinn Agnar Guðjónsson, sem sagði meðal annars að tveir karlmenn hefðu komið með hálfsjálfvirka riffla til hans sem keyptir hafi verið hjá Guðjóni.
„Það komu til mín tveir strákar sem keyptu byssur af Guðjóni. Ég breytti báðum rifflunum í straightpull eins og þeir voru upphaflega skráðir en þetta voru hálfsjálfvirkir rifflar,“ segir Agnar Guðjónsson byssusmiður.
Agnar segir lögregluna ekki haft áhuga á að rannsaka málið og segir óskiljanlegt að Guðjón hafi ekki fengið stöðu sakbornings í málinu. Sigríður Björk, þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði sig frá rannsókn málsins vegna föður síns og tók lögreglustjórinn á Vesturlandi við.
Ákæra í málinu var síðan gefin út árið 2019.
Ríkisútvarpið greinir einnig frá því að yfirheyrsla á Guðjóni sem vitni í málinu hafi verið framkvæmd á heimili hans en ekki á lögreglustöð. Engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna sá háttur var hafður á.