Sex sakfelldir fyrir svik úr Ábyrgðasjóði launa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2022 11:11 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Sex íslenskir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir umfangsmikil og nokkuð flókin svik úr Ábyrgðasjóði launa. Sjóðurinn virðist hafa verið blekktur til að halda að mennirnir hafi starfað hjá fyirtækjum sem urðu gjaldþrota. Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Alls voru átta ákærðir í málinu. Einn þeirra var sýknaður af héraðsdómi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að fallið hafi verið frá ákæru á hendur móður eins mannanna, vegna veikinda hennar. Karlmennirnir voru ýmist ákærðir fyrir svikin eða hlutdeild í þeim. Brotin ná allt aftur til ársins 2008. Svikin fólust í því að blekkja starfsmenn Ábyrgðasjóðs launa til að samþykkja hinar ýmsu kröfur á þeim forsendum að um væri að ræða vangoldin laun vegna gjaldþrota fimm nafngreindra fyrirtækja. Það var gert með því að útbúa og undirrita ráðningarsamninga sem settir voru í innheimtu í gegn um stéttarfélög. Grunsemdir vöknuðu Í dómi héraðsdóms er rakið hvernig starfsmönnum Ábyrðasjóðs launa hafi farið að gruna að allt væri ekki með felldu í málum mannanna. Send var tilkynning til héraðssaksóknara árið 2016 um að einstaklingarnir hefðu reynt, og mögulega tekist, að hafa fé úr sjóðnum án þess að eiga kröfu til. Við rannsókn sjóðsins styrktist sá grunur. Taldi sjóðurinn sig hafa ranglega greitt um tuttugu milljónir vegna málanna. Héraðssaksóknari hóf rannsókn á málinu og gaf að lokum út ákæru. Í dómi héraðsdóms kemur fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram að sá einstaklingur sem sýknaður var hafi haft afskipti af kröfulýsingu sem send var í tiltekið þrotabú í hans nafni, sem varð grundvöllur kröfu í Ábyrgðasjóð launa. Tveir sakborningana voru dæmdir í tíu mánaðaða fangelsi, einn í átta mánaða fangelsi en hinir þrír í sex mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðsbundnir þar sem héraðsdómur taldi að langt væri liðið frá því að brotin voru framin. Þó þurfa sexmenningarnir að greiða nokkrar milljónir hver í málsvarnalaun verjenda sinna.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Áttmenningar ákærðir fyrir milljónasvik á Ábyrgðasjóði Sjö karlmenn og ein kona eru ákærð fyrir að hafa með ólögmætum hætti haft fjármuni af Ábyrgðarsjóði launa. Talið er að heildarávinningur af brotunum nemi um sautján milljónum króna. Fólkið er ýmist ákært fyrir brotin eða hlutdeild í þeim. Á meðal hinna ákærðu eru feðgar og mæðgin. 19. júlí 2021 11:38