Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. nóvember 2022 11:00 Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson ÍL-sjóður Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar