Sigfús ekki hissa á velgengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Sigfús Sigurðsson var hrifinn af framimstöðu Vals gegn Benidorm. Vísir/Skjáskot Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni. „Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
„Ég sat heima og horfði á þetta og var nú á tauginni. Mér fannst þetta virkilega flott hjá þeim. Þeir voru þolinmóðir og þeir spiluðu grautleiðinlegan bolta Spánverjarnir,“ sagði Sigfús í viðtali við Val Pál Eiríksson íþróttafréttamann í gær. Eins og frægt er orðið unnu Valsmenn frábæran sigur gegn spænska liðinu á þriðjudagskvöld. Sigurinn var annar sigur þeirra í keppninni í jafnmörgum leikjum og hafa þeir komið mörgum á óvart með frábærri spilamennsku. Klippa: Fúsi hrósar Völsurum „Mér fannst frammistaðan hjá Val mjög þroskuð ef það er hægt að orða það þannig. Þeir voru þolinmóðir og gerðu það sem þeir þurftu að gera,“ bætti Sigfús við þar sem hann var staddur fyrir utan Fiskbúð Fúsa sem hann rekur sjálfur. Hann sagðist þó ekki vera með nein tilboð í tilefni sigurs Vals. „Nei, fólk fær bara að hitta mig,“ sagði Sigfús með bros á vör. Sigfús segir að sigur Vals sé virkilega stór en Benidorm liðið er geysisterkt á heimavelli og tapar varla leik þar í deildarkeppninni. Sigfús lék sjálfur á Spáni á sínum tíma. „Það eru þrjú, fjögur eða fimm topplið og svo eru önnur aðeins lakari. En spænska deildin er talin á meðal þriggja sterkustu deilda í heimi þannig að þetta er virkilega stór sigur. Þetta eru engir aukvisar.“ Sigfús segist ekki hafa búist við að Valsliðið yrði með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. „Þegar þú ferð í svona riðil þá reiknar þú með að vinna flesta heimaleikina og ef þú ætlar að fara áfram og vera í góðri stöðu þá er gott að vinna útileiki eða ná í stig. Ég sá möguleika á móti Svíunum (Ystad), gegn Ungverjunum (FTC) eða Benidorm eins og þeir gerðu í gær.“ „Flensburg er aðeins annað númer, allavega heima fyrir. Maður hefur reynslu af að spila gegn þeim og þeir eru rosa sterkir heima fyrir. Það er spurning hvernig þeir takast á við það ef Valsarar ná að spila vörn og keyra á þá. Þetta kom mér á óvart en samt ekki.“ Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sigfús í spilaranum hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals en Sigfús og Snorri voru samherjar í fjöldamörg ár í landsliðinu.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira