Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 15:41 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Upptök málsins má rekja til máls palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi. Senda átti manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að hann bæri ekki sjálfur ábyrgð á töfunum. Þegar dómur féll gaf Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins það út að dómurinn væri fordæmisgefandi fyrir allt að tvö hundruð manns sem senda átti úr landi í kórónveirufaraldrinum. Lögmannsstofa Helga er með mál um á þriðja tug manns sem falla undir þetta á sínu borði. Í kjölfar dómsins var endurupptökubeiðni send í málum þeirra allra; einnig var send sérstök beiðni um frestun á framkvæmd brottvísana í málunum. „En staðan er sú í dag að ekkert svar hefur borist frá stjórnvöldum hvað varðar þessar tvær beiðnir. En þrátt fyrir þetta virðist lögregla vera að leita uppi þessa umbjóðendur okkar, þeir handteknir og færðir í gæsluvarðhald. Og virðist vera að stefnan sé að flytja þá úr landi síðar í vikunni. Og það þrátt fyrir að niðurstaða sé handan við hornið í þessum málum,“ segir Helgi. Neyðarlegt fyrir ríkið Þetta séu óeðlilega harðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda - og segist hann raunar aðeins hafa séð örfá dæmi um þetta i sínum skjólstæðingahópi frá upphafi. „Hér eru þrír að ég veit, en þetta er náttúrulega að þróast mjög hratt undanfarna daga, þegar komnir í gæsluvarðhald til fjölda daga. Þeir eru í fangelsi núna að bíða eftir flugfarinu. Og eins og einn þeirra, hann var sjálfur að tilkynna sig, sem er forsenda þess að þeir séu í húsnæði hjá Útlendingastofnun. Þannig að það var alveg vitað hvar þeir voru, annar þeirra var með bráðabirgðaatvinnuleyfi og var handtekinn í vinnunni,“ segir Helgi. „Mér finnst þetta frekar glannalegt af ríkinu þegar eru blikur á lofti að þeir muni fá efnismeðferð sinna mála. Þá er neyðarlegt fyrir ríkið að vera búið að framkvæma þessar ákvarðanir þegar ríkið var með alveg nægar upplýsingar til að gera sér grein fyrir því að þetta færi á annan veg.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega. 17. september 2022 13:30