Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2022 15:18 Benjamín Netanjahú ásamt eiginkonu sinni, Söru, á kosningavöku í nótt. Getty/Amir Levy Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984. Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Í gær hófust þingkosningar í Ísrael en verið er að kjósa í fimmta sinn á einungis fjórum árum. Búið er að telja 86 prósent atkvæða en alls þarf 61 þingmann til að mynda ríkisstjórn. Hægri blokkin sem leidd er af Netanjahú er sem stendur með 65 þingmenn. Til að geta mynda ríkisstjórn þarf Netanjahú að vinna með hægri-öfga flokknum Heittrúaður Zíonismi. Leiðtogar flokksins, Ben-Gvir og Smotrich, eru þekktir fyrir afar öfgafullar skoðanir um araba í Ísrael og vilja reka þá úr landi sem ekki eru dyggir stuðningsmenn Ísrael. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök að nafni Meir Kahane en samtökin voru síðar bönnuð af yfirvöldum í Ísrael. Afar öfgafullar skoðanir einkenndu starfsemi samtakanna. Svo öfgafullar voru þær að þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Í fyrstu útgönguspám kom fram að blokkin myndi rétt slefa upp í 61 sæti en nú virðist sigur Netanjahú vera ansi stór. Ef engar stórar breytingar verða á niðurstöðum kosninganna verður hann þar með orðinn forsætisráðherra aftur. Netanjahú varð fyrst forsætisráðherra árið 1996 en tapaði síðan í kosningum árið 1999 fyrir Ehud Barak og vinstri blokkinni. Netanjahú komst aftur til valda árið 2009 og gegndi stöðu forsætisráðherra allt til ársins 2021 þegar Naftali Bennet tók við. Bennet gegndi stöðunni í einungis rúmt ár áður en Yair Lapid tók við í júlí á þessu ári. Hann er helsti keppinautur Netanjahú í kosningunum í ár. Ef hægri blokkin sigrar rústar Lapid metinu yfir þann kjörna forsætisráðherra sem hefur gegnt embættinu styst. Metið er nú í eigu Yitzhak Shamir sem var við völd frá október árið 1983 til september árið 1984.
Ísrael Tengdar fréttir Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13 Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. 1. júlí 2022 08:13
Nýr forsætisráðherra heitir því að sameina þjóðina Nýr forsætisráðherra Ísraels, Naftali Bennett, hét því í sinni fyrstu ræðu að sameina þjóðina eftir fernar kosningar á tveggja ára tímabili. 14. júní 2021 07:04