Sautján ára bakvörður skoraði í sigri Manchester City

Rico Lewis sést hér fagna marki Riyad Mahrez í kvöld.
Rico Lewis sést hér fagna marki Riyad Mahrez í kvöld. Vísir/AP

Það voru gestirnir frá Sevilla sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Þar var að verki Rafa Mir á 31.mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Isco. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir gestina.

Strax í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Manchester City. Þar var á ferðinni hinn 17 ára gamli Rico Lewis sem var þar með að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Á 73.mínútu kom Julian Alvarez City síðan yfir þegar hann skoraði eftir sendingu Kevin De Bruyne. 

Það var svo Riyad Mahrez sem batt endahnútinn á riðlakeppni City þegar hann skoraði 3-1 og tryggði liðinu góðan sigur.

Manchester City lýkur keppni í riðlakeppninni með 14 stig í efsta sæti G-riðils. Borussia Dortmund fylgir þeim áfram í 16-liða úrslitin en Sevilla tekur sæti í Evrópudeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira