NBA-meistarar Golden State í tómu tjóni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 07:32 Stephen Curry lék vel en það dugði ekki til og Golden State hefur nú tapað þremur leikjum í röð. AP/Scott Kinser NBA-meistarar Golden State Warriors er í basli í byrjun á nýju tímabili og hafa enn ekki náð að vinna útileik á leiktíðinni. Golden State tapaði þriðja leiknum í röð í nótt og þeim fjórða í síðustu fimm þegar liðið varð að sætta sig við 116-109 tap á móti Miami Heat. Jimmy Butler sá öðrum fremur til þess að þjálfarinn Erik Spoelstra fékk góða afmælisgjöf. Butler skoraði fimm stig í röð á lokasprettinum sem kom Miami yfir og endaði með 23 stig. Max Strus var stigahæstur með 24 stig. Jimmy Butler tonight in the Heat W:23 PTS, 6 REB, 8 AST pic.twitter.com/jeO2LQMNe4— NBA (@NBA) November 2, 2022 Spoelstra hélt þarna upp á 52 ára afmælið sitt en hann fékk 19 stig frá Bam Adebayo og 17 stig frá Duncan Robinson. Stephen Curry var með þrennu í leiknum en það dugði ekki til að landa fyrsta útisigrinum því Warriors hefur tapað öllum fjórum útileikjum sínum á leiktíðinni. Curry var með 23 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar. Þetta var hans tíunda þrenna á ferlinum í deildarleik. Andrew Wiggins var með 21 stig og Klay Thompson skoraði 19 stig. Það gengur illa hjá fleiri súperstjörnum í deildinni. Zach LaVine dropped 20 PTS in Q4 to lead the @chicagobulls to victory in Brooklyn He had 29 PTS, 4 REB, 5 AST overall pic.twitter.com/H9LuTCfJgx— NBA (@NBA) November 2, 2022 Brooklyn Nets rak þjálfarann fyrr um daginn og tapaði síðan 99-108 á heimavelli á móti Chicago Bulls. Nets liðið hefur tapað sex af átta leikjum sínum á leiktíðinni. 32 stig frá Kevin Durant voru ekki nóg en Kyrie Irving hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum. Zach LaVine skoraði 20 af 29 stigum í fjórða leikhluta fyri Bulls. CP3 dished out another complete performance tonight as he reached 21,000+ career points!15 PTS8 REB12 AST3 STL pic.twitter.com/RjzY7J5fOz— NBA (@NBA) November 2, 2022 Phoenix Suns er aftur á móti á góðu skriði en liðið vann 116-107 sigur á Minnesota Timberwolves og hefur Suns liðið unnið sex af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Cameron Johnson skoraði 29 stig, Mikal Bridges var með 19 stig, Devin Booker skoraði 18 stig og Chris Paul var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Peep the Western and Eastern Conference standings after tonight s action!For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/F7z3qtedjt— NBA (@NBA) November 2, 2022 NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Golden State tapaði þriðja leiknum í röð í nótt og þeim fjórða í síðustu fimm þegar liðið varð að sætta sig við 116-109 tap á móti Miami Heat. Jimmy Butler sá öðrum fremur til þess að þjálfarinn Erik Spoelstra fékk góða afmælisgjöf. Butler skoraði fimm stig í röð á lokasprettinum sem kom Miami yfir og endaði með 23 stig. Max Strus var stigahæstur með 24 stig. Jimmy Butler tonight in the Heat W:23 PTS, 6 REB, 8 AST pic.twitter.com/jeO2LQMNe4— NBA (@NBA) November 2, 2022 Spoelstra hélt þarna upp á 52 ára afmælið sitt en hann fékk 19 stig frá Bam Adebayo og 17 stig frá Duncan Robinson. Stephen Curry var með þrennu í leiknum en það dugði ekki til að landa fyrsta útisigrinum því Warriors hefur tapað öllum fjórum útileikjum sínum á leiktíðinni. Curry var með 23 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar. Þetta var hans tíunda þrenna á ferlinum í deildarleik. Andrew Wiggins var með 21 stig og Klay Thompson skoraði 19 stig. Það gengur illa hjá fleiri súperstjörnum í deildinni. Zach LaVine dropped 20 PTS in Q4 to lead the @chicagobulls to victory in Brooklyn He had 29 PTS, 4 REB, 5 AST overall pic.twitter.com/H9LuTCfJgx— NBA (@NBA) November 2, 2022 Brooklyn Nets rak þjálfarann fyrr um daginn og tapaði síðan 99-108 á heimavelli á móti Chicago Bulls. Nets liðið hefur tapað sex af átta leikjum sínum á leiktíðinni. 32 stig frá Kevin Durant voru ekki nóg en Kyrie Irving hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum. Zach LaVine skoraði 20 af 29 stigum í fjórða leikhluta fyri Bulls. CP3 dished out another complete performance tonight as he reached 21,000+ career points!15 PTS8 REB12 AST3 STL pic.twitter.com/RjzY7J5fOz— NBA (@NBA) November 2, 2022 Phoenix Suns er aftur á móti á góðu skriði en liðið vann 116-107 sigur á Minnesota Timberwolves og hefur Suns liðið unnið sex af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Cameron Johnson skoraði 29 stig, Mikal Bridges var með 19 stig, Devin Booker skoraði 18 stig og Chris Paul var með 15 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Peep the Western and Eastern Conference standings after tonight s action!For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/F7z3qtedjt— NBA (@NBA) November 2, 2022
NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira