Nökkvi við Gumma Ben: Minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Guðmundur Benediktsson ræðir við Nökkvi Þeyr Þórisson í lokaþætti Stúkunnar. S2 Sport Nökkvi Þeyr Þórisson var kosinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2022 af Stúkunni en hann var markakóngur deildarinnar þrátt fyrir að leik sinn síðasta leik í byrjun september. KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira