Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2022 17:57 Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum. Sigurjón Ólason Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna. Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Fjallað var um Fljótin í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt. Sauðféð var enn uppi á fjöllum þegar við heimsóttum Fljótamenn síðsumars og ræddum við Jóhannes Ríkharðsson á Brúnastöðum, sem sagði að þeir væru bara fimm Fljótabændur eftir með sauðfé. Fjöldi fólks mætir jafnan til að smala með Fljótabændum. Miklavatn í baksýn.Halldór G. Hálfdánarson „En við erum svolítið þrjóskir og þreyjum þorrann ennþá, hálfgerðir svona Bjartar í Sumarhúsum með það,“ segir Jóhannes. En framundan voru miklar smalamennskur um hrikaleg fjöll Tröllaskaga, heljarinnar verkefni sem stendur yfir meira og minna í tvo mánuði. Kindur hátt uppi í fjöllum Tröllaskaga reknar áfram með dróna. Fyrir neðan má sjá suðurenda Stífluvatns.Halldór G. Hálfdánarson „Við erum komnir í gott form svona í lok nóvember. Þá erum við komnir í mjög gott form. En við höfum verið svo heppin að fá fólkið okkar, til dæmis þegar aðalgöngurnar eru um miðjan september, fengið fólkið okkar til þess að koma og hjálpa okkur,“ segir Jóhannes. Úr réttum Fljótamanna.Halldór G. Hálfdánarson Þannig mæti tugir vina og vandamanna jafnan í aðalgöngurnar um miðjan september og þá sé reynt að skapa stemmningu í réttunum. „Því ef við fáum ekki fólk til þess að hjálpa okkur að smala og koma hérna og hafa gaman þá er þetta sjálfhætt. Því að þetta er það erfitt svæði.“ Deplar bjóða upp á hamborgara sem starfsmenn hótelsins grilla.Halldór G. Hálfdánarson „Ef við ætluðum einhverjir nokkrir karlar hérna að fara að vera í þessum fjöllum hérna einir, það gengur bara aldrei upp. Þetta eru of erfið svæði til þess,“ segir bóndinn. Fyrir sex árum fengu þeir nýja liðsmenn, dróna, sem Halldór G. Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum stjórnar. Kindum smalað með dróna eftir kindagötu. Á bakka Stífluvatns til hægri sér í kirkjustaðinn Knappsstaði.Halldór G. Hálfdánarson „Við notum þá grimmt, drónana. Og meira að segja þeir eru komnir með bæði hitamyndavélar og þeir eru farnir að gelta, drónarnir. Þannig að við höfum notað tæknina hérna mikið í það. Enda veitir ekki af að spara okkur aðeins klettaklifrið í þessum fjöllum okkar hérna,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum. Þáttinn Um land allt má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Fjallabyggð Tengdar fréttir Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin „Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu. 31. október 2022 13:13
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00