Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 19:22 Einar segir nauðsynlegt að hagræða í rekstrinum. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira