Einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 19:22 Einar segir nauðsynlegt að hagræða í rekstrinum. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg mun ráðast í einar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni til að mæta hallarekstri. Formaður borgarráðs segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga án endalausrar lántöku. Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ný fjármálastefna var lögð fyrir borgarstjórn í dag ásamt fjárhagsáætlun til næstu fimm ára. Samkvæmt áætluninni verður ráðist í miklar hagræðingar vegna hallareksturs borgarinnar. „Þegar ég fór í framboð var hallinn 3,8 milljarðar á síðasta ári. Núna er útkomuspáin að hann verði 15,3 milljarðar. Það gengur ekki lengur, það þarf að taka á undirliggjandi rekstri A-hlutans og fara í aðhald. Það erum við að gera,“ sagði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Einar segir að ekki verði ráðist í neinar hópuppsagnir en svokölluð aðhaldskrafa verður sett á öll svið sem þýðir að ekki er gert ráð fyrir ráðningum í störf sem losna nema brýna nauðsyn beri til. „Vegna þess að við höfum sé það að launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun.“ Hlífa skólunum „Við ætlum að hlífa skólunum og þeim starfsstöðvum þar sem undirmönnun ríkir en allt annað þurfum við að rýna vel og meta hvort ráðið verði í störfin.“ Hann segir að ná þurfi stöðugildunum niður í það sem teljist sjálfbært. Hagræðingin verður að sögn Einars verkefnamiðuð þar sem gerður verður greinarmunur á grunnþjónustu borgarinnar og annarri þjónustu. „Það er mikilvægt að taka erfiðar ákvarðanir núna strax í upphafi kjörtímabilsins. Þetta er samt sem áður enginn gríðarlegur niðurskurður. Þetta er hagræðing og aðhald, skynsamlega sett fram með þeim áherslum að við verndum framlínuþjónustuna þannig að þetta bitni sem minnst á borgarbúum. Við erum aðallega að rýna inn á við. Við erum að skera niður inn á við og það er algjört lykilatriði.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira