75 ára kona barin, skorin og nauðgað Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 15:10 Fólk sem flutt var frá Kherson-héraði til Rússlands í síðustu viku. AP Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. Rússar hafa þegar flutt fjölmarga íbúa héraðsins til Rússlands og stendur til að flytja enn fleiri. Frá leppstjórunum heyrist að það sé vegna þeirrar ógnar sem stafar af mögulegri notkun Úkraínumanna á ólöglegum vopnum. Rússar hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Úkraínumenn ætli að nota litla kjarnorkusprengju í héraðinu, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir þessum ótrúverðugu yfirlýsingum. Úkraínumenn segja þessar ásakanir vera fáránlegar en mögulega gæti þeim verið ætlað að koma sökinni á Úkraínumenn ef Rússar myndu nota slík vopn, samkvæmt frétt Reuters. Yfirmenn herafla Úkraínu sögðu í tilkynningu á morgun að Rússar væru meðal annars að byggja upp varnir í kringum þorpi í Kherson með því að koma fyrir jarðsprengjum en einnig hafa borist fregnir af flutningum steyptra varnarbyrgja til héraðsins. Russian forces delivering concrete pillboxes in Kherson Oblast. https://t.co/w0vUaLV8nF pic.twitter.com/oNgTrAxmyq— Rob Lee (@RALee85) November 1, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum gefið í skyn að undanhald frá vesturbakka Dnipro kæmi til greina. Brottflutningur hermanna af svæðinu hefur stutt þær vangaveltur en Rússar hafa þó einnig verið flytja nýjar herdeildir og hergögn á vesturbakka árinnar. Úkraínumenn hafa frá því í sumar staðið í sókn gegn Kherson-héraði sem lengst gekk mjög hægt og var mjög kostnaðarsöm. Rússar fluttu á svæðið sínar reyndustu herdeildir og hafa þeir hermenn verið á víglínum í marga mánuði, án hvíldar. Líklegt er að Rússar séu eingöngu að skipta út hermönnum á víglínum en ekki hörfa frá vesturbakkanum. Í frétt New york Times segir að íbúar á héraðinu segjast finna fyrir auknum ógnunum og hertum aðgerðum rússneskra hermanna á svæðinu. Ógnanirnar hafi aukist samhliða framgöngu Úkraínumanna, en þeim hefur vegnað vel í héraðinu á undanförnum vikum. Ruddist inn til hennar og barði úr henni tvær tennur BBC birti í gær viðtal við 75 ára gamla konu frá þorpinu Myroliubivka í Kherson. Hún heitir Liudmyla Mymrykova en Úkraínumenn frelsuðu þorpið í síðasta mánuði. Hún sagði meðal annars frá því þegar rússneskur hermaður ruddist inn til hennar, barði hana grimmilega, skar hana og nauðgaði henni. Liudmyla sagði fyrstu rússnesku hermennina hafa sést í þorpinu þann 24. mars. Þeir hafi ekki komið illa fram við íbúa en seinna meir hafi hermenn frá yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk komið. Þeir hafi haldið íbúum þorpsins í skelfingu með ránum og gripdeildum, auk þess sem þeir pyntuðu menn og þá minnst einn til dauða. Í apríl bauðst Liudmylu að yfirgefa þorpið með dóttur sinni en hún neitaði, því hún vildi verja húsið sitt og gögnin sem hún hafði safnað um sögu þorpsins og fjölskyldu hennar. Hún starfaði á árum áður sem kennari og var þekkt sem sagnfræðingur þorpsins. Um miðjan júlí ruddist rússneskur hermaður inn á heimili hennar, kýldi hana í andlitið en við það braut hann nef hennar og sló úr henni tvær tennur. Hann barði hana einnig með byssunni sinni. Seinna henti hann henni í sófann og byrjaði að kyrkja hana. Hún segir hann þó hafa hætt því og nauðgað henni. Í kjölfarið skar hann hana á maganum. Eftir að hann nauðgaði henni krafðist hann tóbaks af henni og þegar hún sagðist ekki eiga það byrjaði hann að skjóta úr byssu sinni inn í stofu hjá henni. Liudmyla telur að umræddur hermaður hafi verið einn af aðskilnaðarsinnunum og að hann hafi áður komið inn á heimili hennar til að stela af henni olíu. Hann fór um morguninn en sagði við hana áður að ef hún segði frá myndi hann koma aftur og drepa hana. Fjórum dögum síðar tókst henni að flýja til vesturs á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Liudmyla sagðist vilja heiminn til að stöðva þetta stríð eins fljótt og hægt væri. „Ég vil að Rússar viti að eiginmenn þeirra, synir þeirra, foreldrar þeirra eru að pynta Úkraínumenn. Hvað höfum við gert. Við erum vinnusamt og friðsæmt fólk. Við ónáðum ekki neinn.“ Kona grætur við heimili sitt sem skemmdist í átökum í Kherson-héraði.Getty/Carl Court Ný loftvarnarkerfi á næstu dögum Rússar hafa svarað velgengni Úkraínumanna með dróna- og eldflaugaárásum á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu með því markmiði að draga úr baráttuvilja úkraínsku þjóðarinnar og stöðva stærri hluta hennar á flótta í vetur. Úkraínumenn hafa í kjölfarið kallað eftir betri loftvörnum til að skjóta niður eldflaugar og íranska sjálfsprengjudróna sem Rússar hafa verið að nota gegn Úkraínumönnum. Hópur úkraínskra hermanna er nú að ljúka þjálfun í Þýskalandi þar sem þeim hefur verið kennt á vestræn loftvarnarkerfi sem kallast NASAMS. Þar hafa norskir hermenn verið að kenna tæplega hundrað úkraínskum hermönnum að stjórna og viðhalda vopnakerfunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja slík loftvarnarkerfi geta verið send til Úkraínu á næstu dögum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Rússar hafa þegar flutt fjölmarga íbúa héraðsins til Rússlands og stendur til að flytja enn fleiri. Frá leppstjórunum heyrist að það sé vegna þeirrar ógnar sem stafar af mögulegri notkun Úkraínumanna á ólöglegum vopnum. Rússar hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Úkraínumenn ætli að nota litla kjarnorkusprengju í héraðinu, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir þessum ótrúverðugu yfirlýsingum. Úkraínumenn segja þessar ásakanir vera fáránlegar en mögulega gæti þeim verið ætlað að koma sökinni á Úkraínumenn ef Rússar myndu nota slík vopn, samkvæmt frétt Reuters. Yfirmenn herafla Úkraínu sögðu í tilkynningu á morgun að Rússar væru meðal annars að byggja upp varnir í kringum þorpi í Kherson með því að koma fyrir jarðsprengjum en einnig hafa borist fregnir af flutningum steyptra varnarbyrgja til héraðsins. Russian forces delivering concrete pillboxes in Kherson Oblast. https://t.co/w0vUaLV8nF pic.twitter.com/oNgTrAxmyq— Rob Lee (@RALee85) November 1, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum gefið í skyn að undanhald frá vesturbakka Dnipro kæmi til greina. Brottflutningur hermanna af svæðinu hefur stutt þær vangaveltur en Rússar hafa þó einnig verið flytja nýjar herdeildir og hergögn á vesturbakka árinnar. Úkraínumenn hafa frá því í sumar staðið í sókn gegn Kherson-héraði sem lengst gekk mjög hægt og var mjög kostnaðarsöm. Rússar fluttu á svæðið sínar reyndustu herdeildir og hafa þeir hermenn verið á víglínum í marga mánuði, án hvíldar. Líklegt er að Rússar séu eingöngu að skipta út hermönnum á víglínum en ekki hörfa frá vesturbakkanum. Í frétt New york Times segir að íbúar á héraðinu segjast finna fyrir auknum ógnunum og hertum aðgerðum rússneskra hermanna á svæðinu. Ógnanirnar hafi aukist samhliða framgöngu Úkraínumanna, en þeim hefur vegnað vel í héraðinu á undanförnum vikum. Ruddist inn til hennar og barði úr henni tvær tennur BBC birti í gær viðtal við 75 ára gamla konu frá þorpinu Myroliubivka í Kherson. Hún heitir Liudmyla Mymrykova en Úkraínumenn frelsuðu þorpið í síðasta mánuði. Hún sagði meðal annars frá því þegar rússneskur hermaður ruddist inn til hennar, barði hana grimmilega, skar hana og nauðgaði henni. Liudmyla sagði fyrstu rússnesku hermennina hafa sést í þorpinu þann 24. mars. Þeir hafi ekki komið illa fram við íbúa en seinna meir hafi hermenn frá yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk komið. Þeir hafi haldið íbúum þorpsins í skelfingu með ránum og gripdeildum, auk þess sem þeir pyntuðu menn og þá minnst einn til dauða. Í apríl bauðst Liudmylu að yfirgefa þorpið með dóttur sinni en hún neitaði, því hún vildi verja húsið sitt og gögnin sem hún hafði safnað um sögu þorpsins og fjölskyldu hennar. Hún starfaði á árum áður sem kennari og var þekkt sem sagnfræðingur þorpsins. Um miðjan júlí ruddist rússneskur hermaður inn á heimili hennar, kýldi hana í andlitið en við það braut hann nef hennar og sló úr henni tvær tennur. Hann barði hana einnig með byssunni sinni. Seinna henti hann henni í sófann og byrjaði að kyrkja hana. Hún segir hann þó hafa hætt því og nauðgað henni. Í kjölfarið skar hann hana á maganum. Eftir að hann nauðgaði henni krafðist hann tóbaks af henni og þegar hún sagðist ekki eiga það byrjaði hann að skjóta úr byssu sinni inn í stofu hjá henni. Liudmyla telur að umræddur hermaður hafi verið einn af aðskilnaðarsinnunum og að hann hafi áður komið inn á heimili hennar til að stela af henni olíu. Hann fór um morguninn en sagði við hana áður að ef hún segði frá myndi hann koma aftur og drepa hana. Fjórum dögum síðar tókst henni að flýja til vesturs á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Liudmyla sagðist vilja heiminn til að stöðva þetta stríð eins fljótt og hægt væri. „Ég vil að Rússar viti að eiginmenn þeirra, synir þeirra, foreldrar þeirra eru að pynta Úkraínumenn. Hvað höfum við gert. Við erum vinnusamt og friðsæmt fólk. Við ónáðum ekki neinn.“ Kona grætur við heimili sitt sem skemmdist í átökum í Kherson-héraði.Getty/Carl Court Ný loftvarnarkerfi á næstu dögum Rússar hafa svarað velgengni Úkraínumanna með dróna- og eldflaugaárásum á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu með því markmiði að draga úr baráttuvilja úkraínsku þjóðarinnar og stöðva stærri hluta hennar á flótta í vetur. Úkraínumenn hafa í kjölfarið kallað eftir betri loftvörnum til að skjóta niður eldflaugar og íranska sjálfsprengjudróna sem Rússar hafa verið að nota gegn Úkraínumönnum. Hópur úkraínskra hermanna er nú að ljúka þjálfun í Þýskalandi þar sem þeim hefur verið kennt á vestræn loftvarnarkerfi sem kallast NASAMS. Þar hafa norskir hermenn verið að kenna tæplega hundrað úkraínskum hermönnum að stjórna og viðhalda vopnakerfunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja slík loftvarnarkerfi geta verið send til Úkraínu á næstu dögum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira