Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2022 13:28 Líklegt þykir að Margrét Þórhildur drottning danmerkur veiti Mette Frederiksen fyrst umboð til myndun nýrrar ríkisstjórnar. AP/Sergei Grits Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. Lars Lökke Rasmussen formaður Moderaterne og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre er í lykilstöðu samkvæmt könnunum.AP/Sergei Grits Kannanir benda til að hvorki hægri- né vinstriblokk flokka nái tilskyldum fjölda þingmanna til að mynda meirihluta á danska þinginu. Met fjöldi flokkka er í framboði í þingkosningunum í Danmörku eða 14. Fyrstu útgönguspár verða birtar klukkan sjö að íslenskum tíma en að lágmarki 90 þingmenn þarf til að styðja ríkisstjórn. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur fær rembingskoss frá Bo Tengberg eiginmanni sínum eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í morgun.AP/Sergei Grits Mette Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra frá kosningum 2019 boðaði til snemmbúinna kosninga í haust eftir að Radikale Venstre, sem varði minnihlutastjórn Frederiksen falli. Flokkurinn hótaði að bera fram vantrauststillögu á stjórn hennar ef hún boðaði ekki til kosninga vegna deilna um ákvörðun stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu á tímum kórónuveirufaraldursins. Venjulega kjósa Danir milli tveggja blokka flokka til hægri og vinstri en nú benda kannanir til að hvorug blokkin fái tilskilinn meirihluta til að mynda stjórn. Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra og formaður hægri flokksins Venstre gæti því verið í lykilstöðu. Hann stofnaði nýjan flokk, Moderatana eftir að hann tapaði formannsembættinu eftir kosningaósigur í síðustu kosningum og hefur opnað á samstarf bæði til hægri og vinstri. Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins telur klókt hjá forsætisráðherra Danmerkur að hafa opnað á samstarf við nýjan miðjuflokk um myndun ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins segir það geta orðið mikið púsluspil að mynda nýja stjórn. Margir flokkar væru í framboði og margir þeirrar nýjir. „Það sem manni sýnist einhvern vegin samt vera í kortunum er að það verði til einhvers konar miðjustjórn með Mette Fridreksen sem forsætisráðherra,“ segir Hrannar. Það yrðu sannarlega tíðindi ef mynduð yrði slík stjórn með stuðningi Lars Løkke. „En nýi flokkur Lars Løkke hefur sagt frá upphafi að hann vilji stjórn yfir miðjuna. Hægri blokkin hefur ekki haft vit á því að opna fyrir þann möguleika sem Mette Fredirksen hefur gert,“ segir Hrannar. Lars Lökke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra er gamall refur í dönskum stjórnmálum og hefur opnað fyrir samstarf bæði til hægri og vinstri með nýjum miðjuflokki sínum.AP/Martin Sylves Ef að slíkri vinstri-miðjustjórn yrði mynduð væri samt ekki víst að allir þeir flokkar sem styddu þannig stjórn ættu ráðherra í nýrri stjórn sem yrði þá minnihlutastjórn. „Þannig að þegar kemur að því að leiðtogarnir ræða við drottninguna og segja á hvern þeir bendi sem fyrsta leiðtoga til að reyna að mynda stjórn getur Lars Lökke í rauninni ekki annað en bent á Mette. Því hann þarf að vera trúr sinni afstöðu um stjórn yfir miðjuna,“ sagði Hrannar B. Arnarson. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34 Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01 Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen formaður Moderaterne og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre er í lykilstöðu samkvæmt könnunum.AP/Sergei Grits Kannanir benda til að hvorki hægri- né vinstriblokk flokka nái tilskyldum fjölda þingmanna til að mynda meirihluta á danska þinginu. Met fjöldi flokkka er í framboði í þingkosningunum í Danmörku eða 14. Fyrstu útgönguspár verða birtar klukkan sjö að íslenskum tíma en að lágmarki 90 þingmenn þarf til að styðja ríkisstjórn. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur fær rembingskoss frá Bo Tengberg eiginmanni sínum eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í morgun.AP/Sergei Grits Mette Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra frá kosningum 2019 boðaði til snemmbúinna kosninga í haust eftir að Radikale Venstre, sem varði minnihlutastjórn Frederiksen falli. Flokkurinn hótaði að bera fram vantrauststillögu á stjórn hennar ef hún boðaði ekki til kosninga vegna deilna um ákvörðun stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu á tímum kórónuveirufaraldursins. Venjulega kjósa Danir milli tveggja blokka flokka til hægri og vinstri en nú benda kannanir til að hvorug blokkin fái tilskilinn meirihluta til að mynda stjórn. Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra og formaður hægri flokksins Venstre gæti því verið í lykilstöðu. Hann stofnaði nýjan flokk, Moderatana eftir að hann tapaði formannsembættinu eftir kosningaósigur í síðustu kosningum og hefur opnað á samstarf bæði til hægri og vinstri. Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins telur klókt hjá forsætisráðherra Danmerkur að hafa opnað á samstarf við nýjan miðjuflokk um myndun ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins segir það geta orðið mikið púsluspil að mynda nýja stjórn. Margir flokkar væru í framboði og margir þeirrar nýjir. „Það sem manni sýnist einhvern vegin samt vera í kortunum er að það verði til einhvers konar miðjustjórn með Mette Fridreksen sem forsætisráðherra,“ segir Hrannar. Það yrðu sannarlega tíðindi ef mynduð yrði slík stjórn með stuðningi Lars Løkke. „En nýi flokkur Lars Løkke hefur sagt frá upphafi að hann vilji stjórn yfir miðjuna. Hægri blokkin hefur ekki haft vit á því að opna fyrir þann möguleika sem Mette Fredirksen hefur gert,“ segir Hrannar. Lars Lökke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra er gamall refur í dönskum stjórnmálum og hefur opnað fyrir samstarf bæði til hægri og vinstri með nýjum miðjuflokki sínum.AP/Martin Sylves Ef að slíkri vinstri-miðjustjórn yrði mynduð væri samt ekki víst að allir þeir flokkar sem styddu þannig stjórn ættu ráðherra í nýrri stjórn sem yrði þá minnihlutastjórn. „Þannig að þegar kemur að því að leiðtogarnir ræða við drottninguna og segja á hvern þeir bendi sem fyrsta leiðtoga til að reyna að mynda stjórn getur Lars Lökke í rauninni ekki annað en bent á Mette. Því hann þarf að vera trúr sinni afstöðu um stjórn yfir miðjuna,“ sagði Hrannar B. Arnarson.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34 Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01 Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22
Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34
Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01
Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35