Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Falcon Heavy á leið á skotpall í Flórída. SpaceX Starfsmenn SpaceX ætla í dag að skjóta svokallaðri Falcon Heavy-eldflaug á loft frá Flórída. Það er öflugasta eldflaugin sem notast er við þessa dagana og verður hún notuð til að skjóta tveimur gervihnöttum út í geim fyrir Bandaríkjaher, auk annarra gervihnatta. Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira