Ganga til kosninga í fimmta sinn á tæpum fjórum árum Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 10:16 Kosningarnar hafa að miklu leyti snúist um Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. AP/Maya Alerruzzo Ísraelar ganga nú til kosninga í fimmta sinn á minna en fjórum árum. Kjörsókn hefur ekki mælst meiri í áratugi en kannanir gefa þó til kynna að ekki muni takast að leysa það pólitíska þrátefli sem einkennt hefur stjórnmálin í Ísrael undanfarin ár. Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian. Ísrael Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þrátt fyrir hækkandi kostnað í Ísrael og aukna spennu milli ríkisins og Íran er eitt helsta kosningamálið Benjamín Netanahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í aðdraganda kosninganna og gæti komist aftur til valda. Hann stendur þó frammi fyrir ákærum vegna spillingar. Þegar hann greiddi atkvæði í morgun hvatti hann alla til að taka þátt og sagði það mikil forréttindi. „Ég er smá áhyggjufullur,“ sagði Netanjahú. „En með hjálp allra þeirra sem heyra í okkur, vonast ég til þess að enda daginn brosandi.“ Hans helsti andstæðingur er Yair Lapid, núverandi forsætisráðherra, sem kom Netanjahú frá völdum í fyrra. Þegar hann kaus í morgun sagði hann kosningarnar gífurlega mikilvægar. Þær snerust um framtíð Ísraels. „Kjósið vel og megi lukkan vera með okkur öllum,“ sagði Lapid. Sjá einnig: Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Times of Israel segir 6,8 milljónir Ísraelsmanna á kjörskrá. Fyrstu kjörsóknartölur gefa til kynna að 15,9 prósent kjósenda hafi kosið fyrir klukkan tíu að staðartíma og hefur kjörsóknin ekki verið meiri frá 1981. Til að mynda meirihluta á Knessetinu, ísraelska þinginu, þarf 61 þingmann. Kannanir gefa til kynna að helstu fylkingar Ísraels muni eiga erfitt með að ná meirihluta. Fylking Netanjahús, hefur samkvæmt TOI, mælst reglulega með tæplega sextíu þingmenn og jafnvel 61 en fylking Lapids hefur aldrei mælst með fleiri en 56 þingmenn. Itamar Ben Gvir, segist vilja mynda hægri ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir þykir öfgafullur en hann hefur bætt við sig fylgi að undanförnu.AP/Tsafrir Abayov Gætu myndað öfgafyllstu ríkisstjórnina hingað til AP fréttveitan segir að hinn hægri sinnaði Itamar Ben-Gvir sé líklegur til að hrista upp í hlutunum í Ísrael. Hann hefur verið að mælast vel í kosningum og bæta við sig fylgi á lokametrunum. Þegar hann greiddi atkvæði sitt í morgun hét hann því að hjálpa Netanjahú að mynda hægri sinnaða ríkisstjórn þar sem Netanjahú yrði forsætisráðherra. Ben-Gvir er lögmaður og hefur skapað sér feril með því að verja ísraelska öfgamenn og hefur kallað eftir því að arabar sem ekki þykja „hliðhollir Ísrael“ verði reknir úr landi. Hann vakti einnig mikla athygli í síðasta mánuði þegar mótmæli áttu sér stað í austurhluta Jerúsalem, fyrir að munda skammbyssu og öskra á lögregluþjóna að þeir ættu að skjóta á hóp af palestínskum mótmælendum. Flokkur hans gæti unnið allt að fjórtán sæti á þinginu, miðað við kannanir, og gæti þannig orðið þriðji stærsti flokkurinn. Ben-Gvir þykir mikill harðlínumaður í garð Palestínu og yrði ríkisstjórn sem hann ætti aðild að sú öfgafyllsta í sögu Ísraels, samkvæmt nýlegri greiningu Guardian.
Ísrael Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira