Innlent

„Konur“ í miklum meiri­hluta meðal þeirra 128 sem nú eru skráðir „kyn­segin/annað“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hægt hefur verið að breyta kynskráningu sinni í „kynsegin/annað“ frá ársbyrjun 2021.
Hægt hefur verið að breyta kynskráningu sinni í „kynsegin/annað“ frá ársbyrjun 2021. Getty

Mun fleiri einstaklingar sem voru áður skráðir sem „konur“ í Þjóðskrá hafa látið breyta kynskráningu sinni í „kynsegin/annað“ en einstaklingar sem voru áður skráðir „karlar“.

Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þjóðskrár við fyrirspurn fréttastofu.

Eins og sakir standa eru 128 einstaklingar skráðir „kynsegin/annað“ í Þjóðskrá, 112 fullorðnir og 16 börn.

Af fullorðna fólkinu voru 84 áður skráðir „kona“ og 21 „karl“ en kyn sjö var óþekkt fyrir skráningu.

Þá vekur athygli að af börnunum sextán voru fimmtán áður skráð „stúlka“ en enginn „drengur“. Kyn eins barnanna var áður skráð „óþekkt“.

Þjóðskrá opnaði fyrir möguleikan á skráningunni „kynsegin/annað“ í byrjun árs 2021 en kveðið var á um heimild til hlutlausrar skráningar kyns með lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi 6. júlí 2019.

Í lögunum segir meðal annars að opinberum aðilum og einkaaðilum sem skrá kyn beri að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu, til dæmis á skilríkjum, eyðublöðum og í gagnasöfnum.


Tengdar fréttir

Kynsegin fólk fær sinn eigin flokk í stærstu hlaupum Íslands

Íþróttabandalag Reykjavíkur ætlar að opna fyrir skráningar fyrir kynsegin þátttakendur í hlaupaviðburðum bandalagsins á næsta ári. Um er að ræða hlaup á borð við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Veitt verða verðlaun í þremur flokkum í fyrsta sinn.

Segjast ó­upp­lýstar á lífs­hættu­legum bið­lista

Trans konurnar Elín Ósk og Þórhildur Sara lýsa yfir mikilli óánægju vegna þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart trans konum. Þær segja lengd biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgerðum óásættanlega og stjórnvöld segi biðtímann mikið styttri en hann sé í raun. Lítið upplýsingaflæði segja þær vera á milli kerfisins og kvennanna. Biðin geti reynst trans konum lífshættuleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×