Hinn 29 ára gamli Pogba gekk í raðir Juventus á nýjan leik í sumar. Kom hann á frjálsri sölu frá Manchester United en enska félagsliðið hafði fest kaup á honum sumarið 2016. Endurkoma Pogba hefur verið þyrnum stráð þar sem hann hefur verið meiddur frá því á undirbúningstímabilinu og ekki enn spilað leik.
"Paul will not be able to join Juventus squad before the World Cup break nor the French National Team in Qatar."
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 31, 2022
Paul Pogba has suffered another injury setback and will not compete for France at this year s World Cup.
Miðjumaðurinn var vongóður um að ná að hefja æfingar áður en Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, myndi tilkynna hóp sinn fyrir HM í Katar. Pogba sneri aftur til æfinga með Juventus í síðustu viku en varð fyrir áfalli þgar hann meiddist á hné á nýjan leik.
Þar með er ljóst að Pogba mun ekki geta tekið þátt í undirbúningi Frakka fyrir mótið þar sem hann mun ekki geta hafið æfingar að nýju fyrr en á næsta ári. Umboðsmaður leikmannsins, Rafaela Pimenta, staðfesti þetta í viðtali í dag.
Pogba var mikilvægur hlekkur í liði Frakklands sem vann HM árið 2018. Skoraði hann til að mynda eitt mark í 4-2 sigrinum á Króatíu í úrslitum.