RÚV greinir frá þessu og ræðir við Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Þórunn segist ekki hafa fengið nákvæma afhendingardagsetningu en gert er ráð fyrir því að hún verði komin til Alþingis í nóvember.
Fyrst átti að skila skýrslunni í júní á þessu ári en um miðjan júnímánuð var afhendingu hennar frestað um nokkrar vikur. Í byrjun ágúst var greint frá því að henni yrði skilað fyrir mánaðamót ágúst og september. Ekkert varð úr því og í september var sagt að skýrslugerð væri á lokametrunum.
Skýrslan var loks sett í umsagnarferli í þessum mánuði og lauk því ferli í síðustu viku. Stefnt var á að afhenda hana fyrir lok októbermánaðar en ljóst er að hún kemur í næsta mánuði, nema að henni verði frestað aftur.