287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 11:02 Björn Ingi Hrafnsson greindi frá gjaldþroti sínu í febrúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Auglýsing um skiptalok Björns birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hljóði upp á tæplega 287 milljónir króna. Engin greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Björn Ingi greindi sjálfur frá því að hann væri orðinn gjaldþrota í febrúar á þessu ári. Hann birti þá færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði gjaldþrotið tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. Björn var til að mynda í fyrra dæmdur til að greiða þrotabúi samsteypunnar áttatíu milljónir króna. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifaði hann í téðri færslu. Björn Ingi er í dag ritstjóri vefmiðilsins Viljans. Sá miðill hefur þó ekki verið virkur um nokkuð skeið, síðasta færslan birtist fyrir rúmum sex vikum síðan. Björn hefur verið í flokki tekjuhæstu fjölmiðlamanna landsins síðustu tvö ár. Í tekjublaði DV árið 2021 kom fram að Björn hafi verið með rétt rúmar fjórar milljónir króna á mánuði árið 2020. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í ár kemur fram að Björn hafi verið með 4,5 milljónir króna á mánuði árið 2021. Gjaldþrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Auglýsing um skiptalok Björns birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hljóði upp á tæplega 287 milljónir króna. Engin greiðsla fékkst upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta. Björn Ingi greindi sjálfur frá því að hann væri orðinn gjaldþrota í febrúar á þessu ári. Hann birti þá færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði gjaldþrotið tengjast rekstri fjölmiðlasamstæðunnar Vefpressunnar. Björn var til að mynda í fyrra dæmdur til að greiða þrotabúi samsteypunnar áttatíu milljónir króna. „Ég tapaði öllum mínum eigum á þessu ævintýri og það var mikill lærdómur. Er eftir margra ára varnarbaráttu orðinn málkunnugur fleiri lögfræðingum og stefnuvottum en gott getur talist, þótt flest sé það mikið sómafólk og bara að vinna vinnuna sína, og það verður kannski bara frelsi að setja þetta dæmi alltsaman á bak við sig,“ skrifaði hann í téðri færslu. Björn Ingi er í dag ritstjóri vefmiðilsins Viljans. Sá miðill hefur þó ekki verið virkur um nokkuð skeið, síðasta færslan birtist fyrir rúmum sex vikum síðan. Björn hefur verið í flokki tekjuhæstu fjölmiðlamanna landsins síðustu tvö ár. Í tekjublaði DV árið 2021 kom fram að Björn hafi verið með rétt rúmar fjórar milljónir króna á mánuði árið 2020. Í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í ár kemur fram að Björn hafi verið með 4,5 milljónir króna á mánuði árið 2021.
Gjaldþrot Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. 21. febrúar 2020 14:57
Björn Ingi dæmdur til að greiða áttatíu milljónir króna Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem í seinni tíð hefur verið kenndur við Viljann, hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. 14. maí 2021 14:12
Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. 28. júlí 2021 13:43