Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. október 2022 07:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun