„Þetta var algjör hörmung“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2022 09:00 Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira