„Þetta var algjör hörmung“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2022 09:00 Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Strætó er í kröggum. Framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálunum. Á sama tíma kvarta notendur hástöfum yfir versnandi þjónustu og hækkandi verði. Og fréttamaður leyfir sér að fullyrða að við könnumst mörg við að vera stödd í erlendri borg, kannski um borð í neðanjarðarlest eða sporvagni, og hugsa: Af hverju er þetta ekki svona heima? Við leituðum á náðir Ólafar Kristjánsdóttur, samgönguverkfræðings og fagstjóra samgangna hjá verkfræðistofunni Mannviti, til að fá svar við einmitt þeirri spurningu. Svarið er margþætt segir Ólöf; rangar ákvarðanir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu í mjög langan tíma. Áreiðanleiki og samfella séu lykilatriði, sem hin margumtalaða borgarlína eigi að innleiða betur en Strætó getur. „Og með því að ná tíðninni í sjö mínútur á helstu leiðum ertu að gefa notendunum frelsi, frelsi frá því að þurfa að skipuleggja sig samkvæmt tímatöflu heldur að geta bara labbað út þegar hentar á næstu stoppistöð og þurfa ekki að bíða þar lengur en í örfáar mínútur,“ segir Ólöf. Þannig að það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við ættum að geta verið á pari við Kaupmannahöfn eða London eftir nokkur ár? „Með réttri stefnu þá er ekkert því til fyrirstöðu, nei. Það er fyllilega raunhæft. Það er verið að byggja upp almenningssamgöngukerfi, og búið að byggja upp, í borgum af svipaðri stærðargráðu og Reykjavík er eða höfuðborgarsvæðið er, víða erlendis. Og á Norðurlöndunum meðal annars. Þetta er í rauninni ekki spurning um hvort þetta er raunhæft, þetta er eitthvað sem þarf að gera.“ Sendi kvörtun til Strætó Ljóst er að höfuðborgarbúar eru margir uggandi yfir stöðu almenningssamgangna. En fleiri en íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins mynda notendahópinn. Árið 2019 var hlutfall erlendra korta í viðskiptum Strætó um 12 prósent, ekki fengust nýrri tölur. Og hvað finnst þessum aðkomumönnum um þjónustuna? Fréttastofa fór á stúfana. Fæstir reyndust raunar hafa nýtt sér strætó og hugðust ekki gera það - flest markvert innan borgarmarkanna væri hægt að sjá á tveimur jafnfljótum. En þeir ferðamenn sem notað höfðu strætó reyndust ekki ýkja sáttir. „Þetta var alger hörmung,“ segir Emma Steinberg frá Bandaríkjunum. „Við vorum ofrukkuð. Við þurftum bara að fara á næstu stoppistöð en bílstjórinn rukkaði okkur um 25 evrur og hann vildi ekki hjálpa okkur með farangurinn þegar við fórum úr vagninum. Ég skrifaði þeim og þeir voru mjög afsakandi.“ Vonlaust kerfi Tómas Ingi Shelton, leiðsögumaður hjá City Walk Reykjavík, lóðsar fjölda ferðamanna um Reykjavík á degi hverjum. Hann segir þá marga áhugasama um almenningssamgöngur innan borgarmarkanna. „Vandamálið er bara að það er ekki hægt að kaupa miða neins staðar. Það er hægt að ná í appið, ég segi öllum að ná í appið, en þau segja þá við mig að það hefur oft ekki virkað að tengja erlend kreditkort við það. Og þá fara þau frekar að leigja bíl eða eitthvað svona kjaftæði, eða bara sleppa því að fara,“ segir Tómas. Já, ákall um breytingar heyrist meðal innlendra og erlenda kúnna Strætó. Ólöf samgönguverkfræðingur er sama sinnis. Takmörk séu fyrir því hversu mikla áherslu sé hægt að leggja á einkabílinn. „Og ætli megi ekki segja að við séum komin að þeim punkti að það er ekki lausnin, og mun ekki leysa okkar umferðarvanda.“ Viðtöl við Ólöfu, Emmu, Tómas og fleiri má horfa á í innslaginu í spilaranum ofar í fréttinni.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira