„Við erum ólíkir menn“ Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 16:27 Guðlaugur Þór Þórsson ætlar sér að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar F Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira