Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 08:24 Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Getty/Ahmad Said Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira