Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:43 Frá vettvangi árásarinnar í Mogadishu. AP/Farah Abdi Warsameh Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni. „Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim. Sómalía Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim.
Sómalía Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira