Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:43 Frá vettvangi árásarinnar í Mogadishu. AP/Farah Abdi Warsameh Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni. „Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim. Sómalía Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
„Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim.
Sómalía Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira