Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:43 Frá vettvangi árásarinnar í Mogadishu. AP/Farah Abdi Warsameh Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni. „Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim. Sómalía Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
„Fólkinu okkar var slátrað. Þar á meðal mæðrum með börn þeirra í fanginu, feðrum í heilsuvanda, nemendum, viðskiptamönnum sem basla við að sjá fyrir fjölskyldum sínum,“ sagði Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, eftir að hann heimsótti vettvang árásarinnar í gær, samkvæmt Reuters. Mohamud segir mögulegt að fjöldi látinna muni hækka og hefur hann kallað eftir því að bandamenn ríkisstjórnarinnar sendi lækna og aðstoð til Sómalíu vegna árásarinnar. Fyrsta sprengingin sprakk á fjölmennum gatnamótum við ráðuneytið. Seinni bíllinn var sprengdur þegar sjúkrabílar voru komnir á vettvang of fjöldi fólks hafði komið saman til að hjálpa þeim sem særðust í fyrri sprengingunni. Vígamenn al Shabaab stjórna stórum hlutum Sómalíu og gerir reglulega mannskæðar árásir í höfuðborginni. Samtökin lýsa yfirleitt ekki yfir ábyrgð á svo mannskæðum árásum. Mannskæðasta sprengjuárásin í sögu Sómalíu var gerð á sama stað árið 2017. Þá dóu rúmlega fimm hundruð manns þegar sendiferðabíll hlaðinn sprengiefnum var sprengdur í loft upp fyrir utan hótel sem stendur við sömu gatnamót. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimum al Shabaab að menntamálaráðuneytið hafi verið gilt skotmark og lýsa því sem „herstöð“ þar sem unnið sé að því að fjarlæga börn Sómalíu frá íslamstrú. Ríkisstjórn Sómalíu hefur að undanförnu staðið í umfangsmikilli sókn gegn al Shabaab sem sögð er hafa komið niður á fjármálum hryðjuverkasamtakanna. Undanfarin ár hafa Bandaríkjamenn gert fjölmargar loftárásir í Sómalíu sem beinast gegn al Shabaab. Bandaríkjamenn segja samtökin einhver þau skæðustu sem tengjast al Qaeda og hafa flutt hundruð hermanna til Sómalíu, eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, kallaði þá heim.
Sómalía Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira