Á myndum og myndskeiðum frá vettvangi má þó sjá þónokkurn fjölda líkpoka á götum úti.
Troðningurinn varð í Itaewon-hverfi Seúl en það er helsta næturlífshverfi borgarinnar. Í dag var mikill fjöldi skemmtanaþyrstra kominn saman í hverfinu til þess að halda upp á hrekkjavökuna. Rétt er að taka fram að í Seúl er komin aðfaranótt sunnudags.
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið voru neyðarskilaboð send á alla íbúa Yongsan-svæðisins í Seúl og þeir beðnir um að halda sig innandyra.
Um það bil hundrað þúsund manns eru sagðir hafa verið á götum úti á svæðinu en þetta er fyrsta hrekkjavökuhátíðin síðan kórónuveirufaraldurinn hófst þar sem ekki hefur verið þörf á að bera andlitsgrímur.
Hér að neðan má sjá myndefni af vettvangi. Varað er við innihaldi myndbandsins.
Fréttin hefur verið uppfærð.