Mikið hefur verið fjallað um umræddan bóndabæ að undanförnu en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefði kallað eftir upplýsingum frá MAST um framkvæmd eftirlits með dýraníði og verkferla vegna velferðar dýra.
Sjá einnig: Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði
Í frétt Ríkisútvarpsins er vísað í upplýsingar frá Matvælastofnun um að gripið hafi verið til aðgerða varðandi nautgripi á bænum og að sauðfé hafi einnig verið tekið úr vörslu bóndans. Þá segir í fréttinni að aðgerðir MAST varðandi nautgripina séu nokkuð langt komnar.
Íbúar í Borgarbyggð höfðu vakið athygli á nautgripunum í kjölfar þess að þrettán hross af bænum voru aflífuð vegna alvarlegs ástands.