Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 13:01 Íslandsmeistarar ÍA 2001 eru síðasta Skagaliðið sem vann í Kaplakrika. ljósmyndasafn akraness/friðþjófur helgason ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001. ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar. Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
ÍA sækir FH heim í lokaorð Bestu deildarinnar á morgun. Ef Skagamenn ætla að leika í Bestu deildinni á næsta tímabili þurfa þeir að vinna FH-inga með tíu marka mun. Ekki nema. FH er þremur stigum á undan ÍA og er með miklu betri markatölu; með níu mörk í mínus en Akurnesingar 28 mörk í mínus. En þar sem liðin mætast í lokaumferðinni dugir Skagamönnum að vinna tíu marka sigur. Lítið mál, ekki satt? Raunhæfara markmið fyrir ÍA væri bara að vinna í Kaplakrika. Þar hafa Skagamenn nefnilega ekki unnið síðan 2001, síðasta tímabilið sem þeir urðu Íslandsmeistarar. Þann 15. júlí áttust ÍA og FH við í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 3. sæti deildarinnar með fjórtán stig, fjórum stigum á eftir FH-ingum, sem voru í 2. sætinu, og sex stigum á eftir toppliði Fylkismanna. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu skoraði Hjörtur Hjartarson eftir mistök í vörn heimamanna og sendingu Ellerts Jóns Björnssonar. Þrátt fyrir að hafa 87 mínútur til að jafna varð FH-ingum ekkert ágengt upp við mark Skagamanna. Besta færið fékk Baldur Bett en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu hans í fyrri hálfleik. Klippa: FH 0-1 ÍA Skagamenn fóru á mikið flug eftir sigurinn í Krikanum og unnu fimm næstu leiki sína og héldu hreinu í fjórum þeirra. Þeir tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn með því að gera 2-2 jafntefli við Eyjamenn í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Það var átjándi og síðasti Íslandsmeistaratitill ÍA. Frá leiknum 2001 hefur gengi ÍA í Kaplakrika verið ein sorgarsaga. Liðin hafa mæst sextán sinnum. FH-ingar hafa unnið tólf leiki og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Leikir FH og ÍA í Kaplakrika síðan 2012 2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA ÍA náði síðast í stig í Kaplakrika 2007. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli. Síðan þá hafa FH-ingar unnið tíu heimaleiki í röð gegn Skagamönnum. FH vann ÍA í Krikanum með fimm mörkum gegn einu í fyrra. Í 21. umferð Bestu deildarinnar gerðu FH-ingar enn betur og unnu 6-1 sigur. Leikur FH og ÍA hefst klukkan 13:00 á morgun og verður sýndur beint á Bestu deild Sport 3. Fylgst verður með öllum sex leikjunum í lokaumferð Bestu deildarinnar samtímis á Stöð 2 Sport. Klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti Stúkunnar.
2002 FH 1-1 ÍA 2003 FH 1-1 ÍA 2004 FH 2-2 ÍA 2005 FH 2-0 ÍA 2006 FH 2-1 ÍA 2007 FH 1-1 ÍA 2008 FH 2-0 ÍA 2012 FH 2-1 ÍA 2013 FH 2-0 ÍA 2015 FH 4-1 ÍA 2016 FH 2-1 ÍA 2017 FH 2-0 ÍA 2019 FH 1-0 ÍA 2020 FH 2-1 ÍA 2021 FH 5-1 ÍA 2022 FH 6-1 ÍA
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti