Dybala er þessa dagana í kapphlaupi að ná sér góðum af meiðslum í tíma fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar.
@PauDybala_JR you have a new fan!! You came up to my son randomly in the Colosseum and signed the jersey he was wearing. Very f in cool!! pic.twitter.com/qwlU3WM7l5
— Sc Yolo (@ScYolo_2022) October 27, 2022
Dybala tognaði þegar hann skoraði úr víti í leik með Rómarliðnu 9. október síðastliðinn. Markið tryggði Roma 2-1 sigur en Dybala spilaði ekki sekúndu meira í leiknum og hefur ekki spilað síðan.
Það lá hins vegar mjög vel á Dybala þegar hann var staddur í Colosseum með kærustu sinni, tónlistarkonunni Oriönu Sabatini.
Dybala kom auga á aðdáenda sinn sem var líka kominn til að skoða þetta fornfræga og sögufræga hringleikahús en gerði það í Rómartreyju merktri Dybala.
Dybala gekk að viðkomandi og áritaði treyjuna óumbeðinn eins og sjá má hér fyrir ofan. Aðdáandinn var mjög ánægður með uppátækið.
queria ser lizzie mcguire estrella pop un ratito pic.twitter.com/AeIxe46TlM
— ORIANA (@orisabatini) October 27, 2022