Tom Brady niðurlútur eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 11:01 Tom Brady gengur niðurlútur af velli eftir tapið á móti Baltimore Ravens í nótt. (AP/Jason Behnken Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu enn einum leiknum í NFL-deildinni í nótt þegar liðið átti ekki svör á móti Baltimore Ravens á heimavelli. Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022 NFL Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira
Baltimore Ravens vann leikinn 27-22. Þetta var þriðja tap Buccaneers í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Bucs komust í 10-3 en skoruðu síðan ekki aftur snertimark fyrr en 53 sekúndur voru eftir af leiknum og Ravens var þá komið 27-16 yfir. Brady hefur spilað í deildinni í 23 ár en liðið hans hefur aldrei verið búið að tapa svo mörgum leikjum eftir átta leiki. 3-5 er því söguleg staða á einstökum ferli kappans. 3-5 is the worst start of Tom Brady's career through 8 games. pic.twitter.com/jun5njDjMd— NFL on CBS (@NFLonCBS) October 28, 2022 Bandaríski miðillinn ESPN segir frá því að Brady hafi starað dapur á gólfið í langan tíma í búningsklefanum eftir leik og svo lengi að nokkrir liðsfélagar hans voru farnir úr klefanum, þegar hann fór að huga að því að klæða sig úr keppnisbúningnum. „Ég veit að hann er harður við sjálfan sig. Við erum það allir. Við ætlum að reyna okkar besta til að laga leik liðsins því þetta er ekki skemmtilegt þessa stundina,“ sagði Tristan Wirfs, liðsfélagi Brady. Þegar gengur svona illa hjá Brady, bæði inn á vellinum sem og í hjónabandinu heima fyrir, þá eru margir búnir að spá því að hann klári ekki tímabilið. Brady passes Roethlisberger as the most sacked QB in NFL history. pic.twitter.com/uuoPyUi8Ez— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 28, 2022 „Ég vona að hann spili eins lengi og hann getur. Ég myndi elska að getað spilað með honum endalaust. Ég elska Tom. Ég vildi óska að hlutirnir gengu eins og í sögu hjá honum. Það er pirrandi þegar hlutirnir ganga ekki upp og þú ert ekki með svörin á reiðum höndum,“ sagði Wirfs. „Það er enginn að benda fingrinum á Tom Brady. Þetta er allt liðið. Þetta er liðsleikur og ekki bara einn leikmaður,“ sagði stjörnuútherjinn Mike Evans. „Það er ekki hægt að stroka út það sem hefur verið gangi undanfarnar átta vikur. Við verðum að grafa djúpt, finna út hvað við stöndum fyrir, mæta í vinnuna, reyna að bæta okkur og auka með því líkur okkar á sigri,“ sagði Tom Brady sjálfur. Lamar Jackson joins an ELITE group of QBs to never lose to Tom Brady pic.twitter.com/BbquhFuXDp— FanDuel Sportsbook (@FDSportsbook) October 28, 2022
NFL Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira