Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 15:15 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér eyðilegginguna í bæ í Kharkív-héraði. Getty/Carl Court Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. Þessi gögn hafa varpað frekara ljósi á slæmt ásigkomulag rússneska hersins og vandræði þeirra við birgðadreifingu og aga. Meðal annars innihalda gögnin skjöl sem sýna fram á að hersveitir Rússa voru á tímabilinu með einungis fimmtung þess mannafla sem þær áttu að hafa. Gögnin sýndu einnig að Úkraínumenn notuðu HIMARS eldflaugakerfi gegn Rússum með miklum árangri. Í bænum Balakliia fundu úkraínskir hermenn stjórnstöð rússneskrar herdeildar í kjallara verkstæðis í Balakliia. Rússar náðu því svæði snemma í innrásinni, eða í mars, og komu hermenn sér þar fyrir. Eins og áður segir fundu Úkraínumenn mikið magn gagna í þessu byrgi en blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa fengið að fara yfir þau og birtu grein um gögnin í gær. Ræddu við heimamenn og rússneska hermenn Í frétt Reuters segir að ofurstinn Ivan Popov hafi stýrt hersveitum Rússa við Balakliia. Hann hafi barist í Téténíu og í Georgíu árið 2008. Blaðamennirnir beittu ýmsum leiðum til að ganga úr skugga um að gögnin væru raunveruleg og ræddu meðal annars við íbúa á svæðinu, fimm rússneska hermenn sem heyrðu undir Popov og eiginkonu hans. Blaðamenn Reuters segja að í kjallaranum hafi úkraínskum íbúum svæðisins einnig verið haldið í klefum. Þau hafi verið pyntuð og minnst einni konu hafi verið nauðgað. Eftir undanhald Rússa frá Kharkív hafa Úkraínumenn fundið fjölmarga staði þar sem fólk var fangelsað og pyntað. Rússar hafa verið sakaðir um að pynta fólk með kerfisbundnum hætti. Lögreglan í Kharkív-héraði sagði Reuters að 22 slíkir staðir hefðu fundist í héraðinu og ekki væri búið að ná utan um umfang pyntinga. „Við erum að tala um hundruð manna,“ sagði Volodímír Tymoshko, yfirmaður lögreglunnar. Verr búnir og með lægri laun Skjöl úr kjallaranum sína að á svæðinu voru rússneskir hermenn og menn sem tilheyra sveitum aðskilnaðarsinna frá Luhansk-héraði en fregnir hafa lengi borist af því að þeir hafi verið skikkaðir til herþjónustu og séu mun verr búnir en rússneskir hermenn. Umrædd skjöl virðast styðja það. Einn korporáll frá Luhansk var 64 ára gamall og einn hermaður þaðan slasaðist þegar eldgamall Mosin-riffill sem hann var með sprakk. Skjöl sýndu einnig að liðþjálfi í rússneska hernum fékk 202.084 rúblur í laun á mánuði. Liðþjálfi frá Luhansk fékk einungis 91.200 rúblur. Það var svo þann 19. júlí sem Úkraínumenn byrjuðu árásir sínar á Rússa á svæðinu. Þá voru rússneskir hermenn reknir frá bænum Hrakove eftir að Úkraínumenn réðust á bæinn með skrið- og bryndrekum, studdir af stórskotaliði. Einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu sendi þau skilaboð að ná ætti Hrakove aftur. Liðsauki var sendur og Rússum tókst að reka Úkraínumenn aftur á brott. Skjöl úr byrginu sýna þó að sú gagnárás var kostnaðarsöm. Rússar misstu skriðdreka og tvo bryndreka. Þá særðust 39 menn og sjö dóu en sautján var saknað. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters um gögnin í Balakliia. Fluttu HIMARS á svæðið fyrir gagnsókn Á þessum tíma fékk Popov skýrslu frá FSB, Leyniþjónustu Rússlands, um að Úkraínumenn hefðu flutt HIMARS-eldflaugakerfi á svæðið. Þau gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir og Rússar hafa átt í basli með að sporna gegn þeim. Þá sagði FSB að Úkraínumenn vissu hvar aðrar stjórnstöðvar á svæðinu væru og um fjögur vöruhús þar sem Rússar geymdu birgðir. Einn viðmælandi Reuters lýsti viðverunni á svæðinu sem rúllettu eftir að HIMARS-vopnin voru tekin í notkun. Annað hvort yrði maður heppinn eða ekki, því eldflaugarnar hefðu getað lent hvar sem er. Undir lok júlímánaðar voru Rússarnir í stjórnstöðinni sannfærðir um að Úkraínumenn væru að fara að gera umfangsmikla árás á svæðinu. Birgðir hermannanna færu dvínandi og það hefði komið niður á styrk hersveitanna við Balakliia. Einn af yfirmönnum herdeildarinnar kvartaði yfir því að hann gæti alltaf skipað nýjum hermönnum að sjá um vélbyssur en það væri verra þegar skotfærin vantaði. Rússarnir áttu einnig við mikla manneklu að etja. Skjal sem dagsett er þann 30. ágúst sýnir herdeildin sem Popov stýrði var með einungis sjötíu prósent þess mannafla sem hún átti að hafa. Þar innan voru smærri hersveitir sem voru verr staddar. Ein hersveit átti að vera skipuð 240 hermenn en þar voru einungis 89. Önnur var á um 23 prósenta styrk. Gagnsóknin hófst að endingu þann 6. september. Rússneskur hermaður sem var í Hrakove sagði sóknina hafa byrjað á umfangsmiklum stórskotaliðsárásum en seinna þann dag hafi borist fregnir af því að Úkraínumenn væru að umkringja bæinn og var þeim skipað að flýja. Að endingu flúðu Rússar frá næstum því öllu Kharkív-héraði og hafa Úkraínumenn haldið árásum sínum á svæðinu áfram. Tugir bæja og þorpa hafa verið frelsuð úr höndum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Þessi gögn hafa varpað frekara ljósi á slæmt ásigkomulag rússneska hersins og vandræði þeirra við birgðadreifingu og aga. Meðal annars innihalda gögnin skjöl sem sýna fram á að hersveitir Rússa voru á tímabilinu með einungis fimmtung þess mannafla sem þær áttu að hafa. Gögnin sýndu einnig að Úkraínumenn notuðu HIMARS eldflaugakerfi gegn Rússum með miklum árangri. Í bænum Balakliia fundu úkraínskir hermenn stjórnstöð rússneskrar herdeildar í kjallara verkstæðis í Balakliia. Rússar náðu því svæði snemma í innrásinni, eða í mars, og komu hermenn sér þar fyrir. Eins og áður segir fundu Úkraínumenn mikið magn gagna í þessu byrgi en blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa fengið að fara yfir þau og birtu grein um gögnin í gær. Ræddu við heimamenn og rússneska hermenn Í frétt Reuters segir að ofurstinn Ivan Popov hafi stýrt hersveitum Rússa við Balakliia. Hann hafi barist í Téténíu og í Georgíu árið 2008. Blaðamennirnir beittu ýmsum leiðum til að ganga úr skugga um að gögnin væru raunveruleg og ræddu meðal annars við íbúa á svæðinu, fimm rússneska hermenn sem heyrðu undir Popov og eiginkonu hans. Blaðamenn Reuters segja að í kjallaranum hafi úkraínskum íbúum svæðisins einnig verið haldið í klefum. Þau hafi verið pyntuð og minnst einni konu hafi verið nauðgað. Eftir undanhald Rússa frá Kharkív hafa Úkraínumenn fundið fjölmarga staði þar sem fólk var fangelsað og pyntað. Rússar hafa verið sakaðir um að pynta fólk með kerfisbundnum hætti. Lögreglan í Kharkív-héraði sagði Reuters að 22 slíkir staðir hefðu fundist í héraðinu og ekki væri búið að ná utan um umfang pyntinga. „Við erum að tala um hundruð manna,“ sagði Volodímír Tymoshko, yfirmaður lögreglunnar. Verr búnir og með lægri laun Skjöl úr kjallaranum sína að á svæðinu voru rússneskir hermenn og menn sem tilheyra sveitum aðskilnaðarsinna frá Luhansk-héraði en fregnir hafa lengi borist af því að þeir hafi verið skikkaðir til herþjónustu og séu mun verr búnir en rússneskir hermenn. Umrædd skjöl virðast styðja það. Einn korporáll frá Luhansk var 64 ára gamall og einn hermaður þaðan slasaðist þegar eldgamall Mosin-riffill sem hann var með sprakk. Skjöl sýndu einnig að liðþjálfi í rússneska hernum fékk 202.084 rúblur í laun á mánuði. Liðþjálfi frá Luhansk fékk einungis 91.200 rúblur. Það var svo þann 19. júlí sem Úkraínumenn byrjuðu árásir sínar á Rússa á svæðinu. Þá voru rússneskir hermenn reknir frá bænum Hrakove eftir að Úkraínumenn réðust á bæinn með skrið- og bryndrekum, studdir af stórskotaliði. Einn af æðstu yfirmönnum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu sendi þau skilaboð að ná ætti Hrakove aftur. Liðsauki var sendur og Rússum tókst að reka Úkraínumenn aftur á brott. Skjöl úr byrginu sýna þó að sú gagnárás var kostnaðarsöm. Rússar misstu skriðdreka og tvo bryndreka. Þá særðust 39 menn og sjö dóu en sautján var saknað. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Reuters um gögnin í Balakliia. Fluttu HIMARS á svæðið fyrir gagnsókn Á þessum tíma fékk Popov skýrslu frá FSB, Leyniþjónustu Rússlands, um að Úkraínumenn hefðu flutt HIMARS-eldflaugakerfi á svæðið. Þau gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir yfir langar vegalengdir og Rússar hafa átt í basli með að sporna gegn þeim. Þá sagði FSB að Úkraínumenn vissu hvar aðrar stjórnstöðvar á svæðinu væru og um fjögur vöruhús þar sem Rússar geymdu birgðir. Einn viðmælandi Reuters lýsti viðverunni á svæðinu sem rúllettu eftir að HIMARS-vopnin voru tekin í notkun. Annað hvort yrði maður heppinn eða ekki, því eldflaugarnar hefðu getað lent hvar sem er. Undir lok júlímánaðar voru Rússarnir í stjórnstöðinni sannfærðir um að Úkraínumenn væru að fara að gera umfangsmikla árás á svæðinu. Birgðir hermannanna færu dvínandi og það hefði komið niður á styrk hersveitanna við Balakliia. Einn af yfirmönnum herdeildarinnar kvartaði yfir því að hann gæti alltaf skipað nýjum hermönnum að sjá um vélbyssur en það væri verra þegar skotfærin vantaði. Rússarnir áttu einnig við mikla manneklu að etja. Skjal sem dagsett er þann 30. ágúst sýnir herdeildin sem Popov stýrði var með einungis sjötíu prósent þess mannafla sem hún átti að hafa. Þar innan voru smærri hersveitir sem voru verr staddar. Ein hersveit átti að vera skipuð 240 hermenn en þar voru einungis 89. Önnur var á um 23 prósenta styrk. Gagnsóknin hófst að endingu þann 6. september. Rússneskur hermaður sem var í Hrakove sagði sóknina hafa byrjað á umfangsmiklum stórskotaliðsárásum en seinna þann dag hafi borist fregnir af því að Úkraínumenn væru að umkringja bæinn og var þeim skipað að flýja. Að endingu flúðu Rússar frá næstum því öllu Kharkív-héraði og hafa Úkraínumenn haldið árásum sínum á svæðinu áfram. Tugir bæja og þorpa hafa verið frelsuð úr höndum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12 Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56
Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann. 26. október 2022 07:12
Rússar búa sig undir árás á Kherson Rússneskar hersveitir í Kherson héraði búa sig nú undir mikinn bardaga við úkraínska herinn að sögn úkraínsks embættismanns. 26. október 2022 06:52