Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 13:12 Þjóðvegur 1. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn. Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti. Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Málið má rekja til þess að konan var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. september árið 2020. Varð hún fyrir því óhappi að velta bíl sínum. Var konan flutt af vettvangi slyssins á sjúkrahús í Reykjavík. Þar var tekið úr henni blóðsýni sem leiddi í ljós að í blóði hennar mátti finna lyfin Nordíazepam og Búprenorfín í blóði hennar. Í matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja og eiturefnafræðum vegna málsins kom fram að gera mætti ráð fyrir því að konan hafi ekki getað stjórnað bílnum öruggelga vegna áhrifa lyfjanna. Var konan ákærð fyrir akstur undir áhrifjum lyfja. Framburður lækna skipti sköpum Fyrir dómi neitaði konan sök. Sagði hún að frá árinu 2019 hafi hún tekið lyfið Suboxone, sem innihheldur búprenorfín að morgni hvers dags, auk annarra lyfja yfir daginn, öll skömmtuð af heimahjúkrun. Taldi hún sig ekki hafa fundið fyrir áhrifjum lyfja við aksturinn. Yfirlæknir á ótilgreindu sjúkrahúsi bar vitni fyrir dómi og sagði konuna vera skjólstæðing sinn. Hann hafi ávísað lyfinu sem ætti eitt og sér ekki að skerða akstursgetu þeirra sem taki það inn. Læknir sem kom á slysstað og sinnti ökumanninum bar einnig vitni og kom fram í máli hans að ökumaðurinn hafi verið ágætlega áttaður eftir slysið. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands er vísað í framburð læknis konunar um að búprenorfín hefði ekki áhrif á hæfni fólks til akstur þegar lyfið er tekið eftir ráðleggingum læknis. Þá var einnig vísað í framburð læknisins sem kom á slysstað og segir héraðsdómur að framburður hans bendi ekki til að konan hafi verið undir áhrifum lyfja. Var konan því sýknuð af akstri undir áhrifum lyfja í umrætt skipti.
Samgöngur Dómsmál Samgönguslys Lyf Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira