Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 07:21 Tannréttingar barna eru nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, segir umboðsmaður. Getty Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira