Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 17:47 Darrell Brooks hlustar hér á niðurstöðu kviðdómsins. Hún var honum ekki í hag, en hann var fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hendur honum. Mike De Sisti/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46