Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2022 17:47 Darrell Brooks hlustar hér á niðurstöðu kviðdómsins. Hún var honum ekki í hag, en hann var fundinn sekur í öllum ákæruliðum á hendur honum. Mike De Sisti/Milwaukee Journal-Sentinel via AP Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ákæran gegn Brooks var í alls 76 liðum en hann var sakfelldur í þeim öllum. Það tók kviðdóm rétt rúmlega þrjár klukkustundir að komast að niðurstöðu sinni, að því er AP-fréttaveitan greinir frá. Sex létust í árásinni, sem var framin þann 21. nóvember á síðasta ári, og tugir slösuðust. Meðal hinna látnu var átta ára drengur sem var í skrúðgöngunni með hafnaboltaliði sínu. Varði sig sjálfur Réttarhöldin yfir Brooks hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs, sér í lagi vegna hegðunar hans meðan á þeim stóð. Fyrr á þessu ári bar Brooks við að hann væri ósakhæfur þar sem hann glímdi við geðræn vandamál. Áður en réttarhöldin hófust dró hann það þó til baka, án útskýringar. Þegar nokkrir dagar voru þangað til réttarhöldin hófust ákvað Brooks þá að flytja mál sitt sjálfur, og afþakkaði þjónustu opinberra verjenda í málinu. Meðal þess sem Brooks notaði í málsvörn sinni var að hann væri svokallaður „fullvalda borgari“ (e. sovereign citizen), sem bandarískir dómstólar hefðu ekki lögsögu yfir. Þá reifst Brooks iðulega heiftarlega við dómarann um ýmis atriði málsins, efnisleg og formleg. Í eitt skipti fór Brooks úr að ofan og sneri baki í myndavélina sem notuð var til að varpa mynd af honum í réttarsalinn, eftir að dómarinn hafði skipað að hann yrði færður í annað herbergi vegna hegðunar hans. Í annað skipti byggði hann vegg úr kössum sem innihéldu málsgögn og faldi sig bak við þau. Í góðu lagi með bílinn Líkt og áður sagði ók Brooks inn í skrúðgönguna þann 21. nóvember á síðasta ári. Það var eftir að hafa átt í erjum við fyrrverandi kærustu sína, eftir því sem saksóknarar í málinu sögðu. Saksóknarar lögðu fram urmul sönnunargagna til að sýna fram á að Brooks hafi sannarlega ætlað sér að aka inn í skrúðgönguna, með það að markmiði að skaða þátttakendur. Meðal sönnunargagna voru ljósmyndir af Brooks undir stýri og vitnisburðir um að hann hefði ekki sinnt bendingum um að stöðva Ford Escape bifreið sína þegar inn á skrúðgöngusvæðið var komið. Brooks hélt því fram að inngjöf bílsins hefði bilað. Við það hefði hann fipast með þeim afleiðingum að hann ók inn í fólksfjöldann. Saksóknarinn Susan Opper minnti kviðdóminn hins vegar á að bifreiðaeftirlitsmaður sem borið hafði vitni í réttarhöldunum hefði sagt að við skoðun á bílnum hefði ekkert athugavert komið í ljós. Brooks væri einfaldlega að reyna að leika á kviðdóminn. Að endingu var Brooks sakfelldur í öllum 76 ákæruliðum, meðal annars fyrir sex morð af yfirlögðu ráði. Hann á yfir höfði sér sex lífstíðardóma, einn fyrir hvert morð, auk þess sem kemur til refsingar fyrir hina 70 ákæruliðina.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Átti í heimiliserjum rétt áður en hann varð fimm að bana Ökumaður sem varð fimm að bana þegar hann ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær hafði nýlega átt í heimiliserjum þegar atvikið átti sér stað. 22. nóvember 2021 23:46