Heimilt að fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. október 2022 13:32 Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lyf Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum, sem afnemur skilyrði laganna um að sala lausasölulyfja í almennum verslunum sé háð fjarlægð frá apóteki. Með öðrum orðum að heimila sölu lausasölulyfja í öllum almennum verslunum. Með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum sem Lyfjastofnun hefur þegar heimilað tilteknum almennum verslunum að selja. Ekki mun breytingin slá af neinar kröfur um öryggi lyfja. Þetta litla skref myndi færa fyrirkomulag lyfsölu einu skrefi nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Sala lausasölulyfja er að meginstefnu heimiluð í almennum verslunum á hinum Norðurlöndunum. Í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna um netverslun lyfja og sölu lyfja í lausasölu utan apóteka á Norðurlöndunum er tekið undir það sjónarmið að með aukinni samkeppni í sölu á lausasölulyfjum megi halda því fram að þjónusta við almenning batni og verð á lausasölulyfjum lækki. Stórbætt heilbrigðisþjónusta Heilbrigðisþjónustan hefur verið í brennidepli undanfarin misseri og yrði þessi breyting liður í því að efla heilbrigðisþjónustu um landið allt. Að fólk eigi þann kost á að fá hita- eða verkjastillandi lyf um helgar jafnt sem virka daga, jafnvel allan sólarhringinn. Að barnafólk þurfi ekki að vita nákvæmlega hvenær þörf er á að eiga birgðir af stílum, því veikindi barna gera sjaldnast boð á undan sér. Breytingin er í fullkomnu samræmi við markmið lyfjalaga um nægilegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með öryggi sjúklinga að leiðarljósi og með sem hagkvæmastri dreifingu lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni En hvernig er þetta í framkvæmd? Skýr umgjörð er utan um lyfseðilsskyld lyf sem eðli málsins samkvæmt krefjast þess. Þá þurfa einstaklingar sérstaka heimild læknis til að fá að kaupa þau. Á markaði eru svo einnig lyf sem ekki eru ávísunarskyld og eru opin öllum til kaupa. En samt sem áður hefur mjög þröngur rammi verið þeim settur í íslenskri löggjöf og þar til upphaf síðasta árs máttu aðeins apótek eða útibú þeirra selja lausasölulyf. Nú eru 13 almennar verslanir með heimild til sölu á tilteknum lausasölulyfjum dreift um landið allt. Það eina sem gerir þessar verslanir frábrugðnar öðrum almennum verslunum er hversu langt er í næsta apótek eða lyfjaútibú. Lyfjastofnun hefur skilgreint 20 kílómetra viðmið um fjarlægð frá næsta apóteki. Það er mikilvægt að halda því til haga að aðrar verslanir sem eru innan fjarlægðarmarka frá apótekum hljóta að vera ekki síður færar um að tryggja rétta meðferð, gæði og öryggi lyfja. Rökin fyrir því að veita aðeins almennum verslunum undanþágu sem uppfylla þetta 20 kílómetra skilyrði frá apóteki halda illa vatni. Ég er bjartsýn um að þessi eðlilega breyting nái fram að ganga. Þetta er í senn aðgerð til að tryggja jafnræði milli verslana og stórt mál til hagsbóta fyrir neytendur víðsvegar um landið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun