Kallaði nýja forsætisráðherrann Rashee Sanook Bjarki Sigurðsson skrifar 25. október 2022 18:21 Joe Biden átti erfitt með að bera fram nafn forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak. EPA/Yuri Gripas Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli. Í gærkvöldi sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti hamingjuóskir á Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Eða, hann var líklegast að reyna að senda hamingjuóskir á hann því hann óskaði reyndar „Rashee Sanook“ til hamingju með nýju stöðuna. Forsetinn hefur greinilega ekki æft framburð sinn áður en hann stökk upp í pontu. Biden áttaði sig ekki á mistökum sínum og hélt ræðu sinni áfram. Þar sagði hann þetta vera ótrúlegan viðburð. Forsetinn hefur áður verið hafður að háði og spotti fyrir orð sín. Hann á það til að gleyma um hvað hann er að tala og mismæla sig ansi hressilega. Þá gerðist hann eitt sinn sekur um að búa til sitt eigið orð er hann reyndi að lýsa Bandaríkjunum. Þegar forsetinn var að tala um skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs var hann að lesa ræðu sína af skjá. Á skjánum var hann beðinn um að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka síðustu setningu. Í staðinn fyrir að gera það las forsetinn upphátt: „Endurtaktu setninguna“. Repeat the line Prompter pic.twitter.com/3VXi9cgjVR— Ali (@bringyourownear) October 16, 2022 Svo var það þegar forsetinn ætlaði að byrja ræðu sína á tveimur orðum. En orðin tvö urðu óvart þrjú. Two words: made in America. Biden? Bruh? pic.twitter.com/ALFLojk0DW— Damien Jamar (@DamienJamar336) October 22, 2022 Joe Biden verður áttatíu ára gamall þann 20. nóvember næstkomandi. Biden er elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en næst á eftir honum kemur Ronald Reagan sem var 77 ára og 349 daga þegar hann hætti sem forseti. Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Í gærkvöldi sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti hamingjuóskir á Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Eða, hann var líklegast að reyna að senda hamingjuóskir á hann því hann óskaði reyndar „Rashee Sanook“ til hamingju með nýju stöðuna. Forsetinn hefur greinilega ekki æft framburð sinn áður en hann stökk upp í pontu. Biden áttaði sig ekki á mistökum sínum og hélt ræðu sinni áfram. Þar sagði hann þetta vera ótrúlegan viðburð. Forsetinn hefur áður verið hafður að háði og spotti fyrir orð sín. Hann á það til að gleyma um hvað hann er að tala og mismæla sig ansi hressilega. Þá gerðist hann eitt sinn sekur um að búa til sitt eigið orð er hann reyndi að lýsa Bandaríkjunum. Þegar forsetinn var að tala um skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs var hann að lesa ræðu sína af skjá. Á skjánum var hann beðinn um að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka síðustu setningu. Í staðinn fyrir að gera það las forsetinn upphátt: „Endurtaktu setninguna“. Repeat the line Prompter pic.twitter.com/3VXi9cgjVR— Ali (@bringyourownear) October 16, 2022 Svo var það þegar forsetinn ætlaði að byrja ræðu sína á tveimur orðum. En orðin tvö urðu óvart þrjú. Two words: made in America. Biden? Bruh? pic.twitter.com/ALFLojk0DW— Damien Jamar (@DamienJamar336) October 22, 2022 Joe Biden verður áttatíu ára gamall þann 20. nóvember næstkomandi. Biden er elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en næst á eftir honum kemur Ronald Reagan sem var 77 ára og 349 daga þegar hann hætti sem forseti.
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira