Fjarlægði sig fasisma í fyrstu ræðu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 15:39 Giorgia Meloni er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu. Hún hélt fyrstu stefnuræðu sína í morgun en á þó eftir að standast vantraustaatkvæðagreiðslur í báðum deildum þingsins í vikunni. AP/Alessandra Tarantino Giorgia Meloni, nýr forsætisráðherra Ítalíu, neitaði því að hún bæri hlýhug til fasisma eða annarrar andlýðræðislegrar hugmyndafræði í fyrstu stefnuræðu sinni í ítalska þinginu í dag. Hét hún því að halda áfram stuðningi við Úkraínu og að setja Evrópusamstarf ekki í uppnám. Meloni tók við völdum í samsteypustjórn hægriflokka fyrir fjórum dögum. Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni, spratt upp úr hægrijaðarhreyfingu aðdáenda Benitos Mussolini, og hefur hún ítrekað verið sökuð um öfgahyggju, meðal annars í málefnum útlendinga og hinsegin fólks. „Ég hef aldrei haft samúð með eða verið náin andlýðræðislegum stjórnum, þar á meðal fasískra,“ fullyrti Meloni í ræðu sinni. Lýsti hún lögum gegn gyðingum sem voru sett í tíð Mussolini á fjórða áratug síðustu aldar sem lægsta punkti ítalskrar sögu. Þó að hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að vera stundum svifaseint þegar það stæði frammi fyrir áskorunum hét Meloni því að undir hennar stjórn færi Ítalía eftir núgildandi reglum þess. Stjórn hennar myndi engu síður freista þess að breyta því sem hún væri ósammála, sérstaklega reglum um opinber útgjöld. Ítrekaði hún samstöðu Ítalíu og Evrópuríkja með Úkraínu gegn innrás Rússa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þeir sem telja mögulegt að skipta á frelsi Úkraínu fyrir hugarró okkar hafa rangt fyrir sér. Það myndi ekki leysa vandamálið að láta undan þvingunum Pútíns í orkumálum, það myndi gera það verra með því að ýta undir frekari kröfur og kúgun,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Leiðtogar bandalagsflokka hennar, þeir Silvio Berlusconi og Matteo Salvini, þykja þó báðir hallir undir Pútín og málstað Rússa. Berlusconi er þannig nýlega sagður hafa skipst á afmælisgjöfum við góðvin sinn Pútín. Vill stöðva ferðir flóttafólks yfir hafið Í innflytjendamálum boðaði Meloni að stjórn hennar vildi stöðva straum flóttafólks yfir Miðjarðarhaf. Washington Post segir að hún vilji að Evrópuríki komi á fót miðstöðvum í Norður-Afríku þar sem hælisumsóknir væru afgreiddar og að evrópsk herskip stöðvi ferðir báta með flóttafólk yfir hafið. Þegar Salvini, bandamaður Meloni, var innanríkisráðherra árið 2018 lokaði hann ítölskum höfnum fyrir skipum félagasamtaka sem bjarga flóttafólki á Miðjarðarhafi. Mögulegt er talið að Meloni gæti reynt að endurtaka leikinn. Meloni tæpti lítið á samfélagslegum málum sem hún hefur áður úttalað sig um, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og þungunarrof. Virtist hún þó taka af tvímæli um að stjórn hennar ætlaði að skerða réttindi kvenna til þungunarrofs. „Miðhægristjórn mun aldrei skerða núgildandi réttindi borgaranna og fyrirtækja,“ fullyrti hún. Skattalækkanir en ekki „blindur niðurskurður“ Í efnahagsmálum sagði Meloni brýnast að ná niður orkuverði og auka innlenda framleiðslu og gera hana fjölbreyttari. Verkefnið í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir væri það snúnasta frá síðari heimsstyrjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir samdrætti á Ítalíu á næsta ári og skuldir ítalska ríkissjóðsins nema nú um 150% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa Ítalir að koma hlutfallinu niður í 60%. Meloni sagðist hvorki ætla að bregðast við með „blindum niðurskurðaraðgerðum“, ólíkt því sem var gert í fyrri kreppum, né með bókhaldsbrellum. Þess í stað ætlaði hún að örva efnahagslífið til vaxtar. Boðaði hún afregluvæðingu og skattalækkanir fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Meloni tók við völdum í samsteypustjórn hægriflokka fyrir fjórum dögum. Bræðralag Ítalíu, flokkur Meloni, spratt upp úr hægrijaðarhreyfingu aðdáenda Benitos Mussolini, og hefur hún ítrekað verið sökuð um öfgahyggju, meðal annars í málefnum útlendinga og hinsegin fólks. „Ég hef aldrei haft samúð með eða verið náin andlýðræðislegum stjórnum, þar á meðal fasískra,“ fullyrti Meloni í ræðu sinni. Lýsti hún lögum gegn gyðingum sem voru sett í tíð Mussolini á fjórða áratug síðustu aldar sem lægsta punkti ítalskrar sögu. Þó að hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að vera stundum svifaseint þegar það stæði frammi fyrir áskorunum hét Meloni því að undir hennar stjórn færi Ítalía eftir núgildandi reglum þess. Stjórn hennar myndi engu síður freista þess að breyta því sem hún væri ósammála, sérstaklega reglum um opinber útgjöld. Ítrekaði hún samstöðu Ítalíu og Evrópuríkja með Úkraínu gegn innrás Rússa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þeir sem telja mögulegt að skipta á frelsi Úkraínu fyrir hugarró okkar hafa rangt fyrir sér. Það myndi ekki leysa vandamálið að láta undan þvingunum Pútíns í orkumálum, það myndi gera það verra með því að ýta undir frekari kröfur og kúgun,“ sagði nýi forsætisráðherrann. Leiðtogar bandalagsflokka hennar, þeir Silvio Berlusconi og Matteo Salvini, þykja þó báðir hallir undir Pútín og málstað Rússa. Berlusconi er þannig nýlega sagður hafa skipst á afmælisgjöfum við góðvin sinn Pútín. Vill stöðva ferðir flóttafólks yfir hafið Í innflytjendamálum boðaði Meloni að stjórn hennar vildi stöðva straum flóttafólks yfir Miðjarðarhaf. Washington Post segir að hún vilji að Evrópuríki komi á fót miðstöðvum í Norður-Afríku þar sem hælisumsóknir væru afgreiddar og að evrópsk herskip stöðvi ferðir báta með flóttafólk yfir hafið. Þegar Salvini, bandamaður Meloni, var innanríkisráðherra árið 2018 lokaði hann ítölskum höfnum fyrir skipum félagasamtaka sem bjarga flóttafólki á Miðjarðarhafi. Mögulegt er talið að Meloni gæti reynt að endurtaka leikinn. Meloni tæpti lítið á samfélagslegum málum sem hún hefur áður úttalað sig um, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og þungunarrof. Virtist hún þó taka af tvímæli um að stjórn hennar ætlaði að skerða réttindi kvenna til þungunarrofs. „Miðhægristjórn mun aldrei skerða núgildandi réttindi borgaranna og fyrirtækja,“ fullyrti hún. Skattalækkanir en ekki „blindur niðurskurður“ Í efnahagsmálum sagði Meloni brýnast að ná niður orkuverði og auka innlenda framleiðslu og gera hana fjölbreyttari. Verkefnið í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin stæði frammi fyrir væri það snúnasta frá síðari heimsstyrjöld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir samdrætti á Ítalíu á næsta ári og skuldir ítalska ríkissjóðsins nema nú um 150% af vergri þjóðarframleiðslu. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þurfa Ítalir að koma hlutfallinu niður í 60%. Meloni sagðist hvorki ætla að bregðast við með „blindum niðurskurðaraðgerðum“, ólíkt því sem var gert í fyrri kreppum, né með bókhaldsbrellum. Þess í stað ætlaði hún að örva efnahagslífið til vaxtar. Boðaði hún afregluvæðingu og skattalækkanir fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18 Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Meloni orðin forsætisráðherra Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 21. október 2022 18:18
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. 27. september 2022 11:21