Farbann hálfmáttlaust úrræði að mati vararíkissaksóknara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. október 2022 13:33 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir fátt geta komið í veg fyrir að sakamenn brjóti gegn farbanni og flýi land, sérstaklega á Schengen-svæðinu. Fælingarmáttur úrræðisins sé frekar fólginn í því að fólk almennt vilji ekki vera á flótta undan réttvísinni og þurfa sífellt að vera á varðbergi. vísir/vilhelm Vararíkissaksóknari segir farbann sem úrræði vera hálfmáttlaust ef menn hafa á annað borð í hyggju að flýja land, sérstaklega fyrir sakamenn á Schengen-svæðinu. Fælingarmátturinn felist frekar í því að fólk hafi almennt ekki áhuga á að vera á flótta undan réttvísinni. Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“ Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Pólskur karlmaður að nafni Artur Pawel Wysocki finnst ekki þrátt fyrir að sæta farbanni. Til hans hefur sést í nokkrum Austur-Evrópulöndum en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári mannsins. Artur var í héraðsdómi dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa beitt dyravörð á skemmtistaðnum Shooters grófu ofbeldi árið 2018. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls og mun þurfa aðstoð ævilangt að mati læknis. Yfirvöld telja að Artúr hafi flúið land, þvert á farbann í árslok 2019, þegar hann beið þess að Landsréttur myndi úrskurða í máli hans. Artur Pawel hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sakamaður flýr land þrátt fyrir farbann. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir það almennt gilda um farbann að það sé tiltölulega auðvelt að brjóta gegn því. „Ef menn ætla sér að fara úr landi þá er náttúrulega umferð um Schengen svæðið þannig fyrir komið að það er í rauninni mjög einfalt að koma sér úr landi jafnvel þó svo að þessu sé fylgt eftir með því að menn tilkynni sig einu sinni tvisvar í viku á lögreglustöð og vegabréfið gjarnan haldlagt en það er hægt að ferðast á öðrum ferðaskilríkjum heldur en vegabréfi innan Schengen-svæðisins.“ Þetta sé bagalegt í alla staði þegar sakamenn grípi til þess ráðs að flýja undan réttvísinni. „Það er náttúrulega kostnaðarsamt að hafa uppi á mönnum og fá þá framselda á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Það er kostnaður og tafir í kringum það.“ Það sé raunverulega heilmikið álitamál hvort sakamenn hafi eitthvað upp úr því að leggja á flótta í ljósi tiltölulega vægs refsiramma á Íslandi. „Svo geta þeir afplánað með því að sitja inni helminginn af tímanum og verið í vernd eða einhverjum úrræðum utan fangelsis og svo framvegis.“ „Ég held svona því miður að það sé nú einhver ofurtrú á þetta farbann vegna þess að þetta gerist náttúrulega ekki í hvert skipti og þá held ég að það sé nú oftar af þeirri ástæðu að fólk hefur ekki áhuga á að gerast flóttamenn. Ef menn ætla sér að komast burtu þá komast þeir burtu og það er kannski það sem menn hafa ekki horfst í augu við. En er þetta þá ekki hálfmáttlaust úrræði í sjálfu sér? „Jú, ef menn ætla sér að fara þá er þetta hálfmáttlaust úrræði. Það má telja sér trú um að þetta sé gott úrræði á þeim forsendum að menn séu ekki að fara en það er kannski bara mikill meirihluti sem hefur ekkert áhuga á að gerast flóttamenn undan réttvísinni.“
Líkamsárás á Shooters Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54
Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. 11. janúar 2019 16:04