„Kokkur Pútins“ ræddi við hann og gagnrýndi leiðtoga hersins Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 10:28 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Yevgeny Prigozhin, aujöfur og eigandi málaliðahópsins Wagner Group. EPA Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gengið hefur undir nafninu „kokkur Pútíns“, ræddi nýverið við Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og gagnrýndi það hvernig haldið hefði verið á spöðunum varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnin beindist mest að leiðtogum rússneska hersins en Prigozhin og aðrir hafa gagnrýnt herinn opinberlega að undanförnu. Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Þetta segja blaðamenn Washington Post að hafi komið fram í nýlegum upplýsingapakka sem leyniþjónustur Bandaríkjanna afhentu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Ummæli Prigozhin og það að hann hafi í raun getað látið þau falla við Pútín eru talin til marks um aukin umsvif hans og áhrif í Rússlandi. Þau eru einnig til margs um erfiða stöðu stjórnenda hersins eftir slæmt gengi í Úkraínu frá því innrásin hófst í febrúar. Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti málaliðahópinn umdeilda, Wagner Group, sem hefur verið umsvifamikill í stríðsrekstrinum í Úkraínu frá upprunalegri innrás Rússa árið 2014. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Wagner er nokkuð umsvifamikill málaliðahópur og með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku, Úkraínu og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Prigozhin er talinn hafa séð tækifæri á því að auka völd sín í Rússlandi og þá meðal annars á kostnað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands. Auðjöfurinn hefur reynt að koma þeim skilaboðum á framfæri að hann geti skilað meiri árangri en núverandi stjórnendur hersins og er það sagt hafa skilað árangri en staða Prigozhins í innri hring Pútíns hafði versnað á undanförnum árum. Sjá einnig: Illdeilur í innsta hrings Pútíns sem tekur ákvarðanir í einrúmi Ramzan Kadyrov, sem fer með völd í Téténíu, hefur tekið undir opinbera gagnrýni Prigozhins á herinn á undanförnum mánuðum. Ummæli þeirra tveggja eru sögðu eiga þátt í breyttri stefnu Rússa í Úkraínu og fjölgun árása á almenna borgara og innviði Úkraínu á undanförnum vikum. Þeir tveir og aðrir harðlínumenn hafa ítrekað kallað eftir því að Rússar eigi að svara slæmu gengi á vígvöllum Úkraínu með umfangsmiklum árásum gegn borgurum landsins. Kadyrov sendi í morgun frá sér löng raddskilaboð þar sem hann sagði meðal annars að Rússar ættu að jafna úkraínskar borgir við jörðu. Prigozhin sjálfur neitar því í samskiptum við blaðamenn Washington Post að hafa rætt stríðið við Pútín. Þá vildi hann ekki tjá sig um myndband þar sem málaliðar Wagner eru sagðir þykjast vera venjulegir hermenn og kvarta yfir ömurlegum aðbúnaði í hernum. Wagner gengur ekki vel nærri Bakhmut Málaliðar Wagner Group hafa í margar vikur reynt að ná bænum Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar náð hægum og mjög kostnaðarsömum árangri og hafa sótt að útjaðri borgarinnar. Á undanförnum dögum hefur úkraínskum hermönnum þó tekist að gera vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum og rekið rússneska hermenn og málaliða aftur frá Bakhmut. Hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin hafi nýverið viððurkennt slæmt gengi við Bakhmut og sagt að hersveitir sínar sæki einungis um hundrað til tvö hundruð metra fram á degi hverjum. Eastern #Ukraine Update:Wagner Group financer Yevgeny Prigozhin acknowledged the slow pace of Wagner Group ground operations around #Bakhmut as #Russian forces continued to lose ground near the city. /2https://t.co/Nk9AjK0Mmj pic.twitter.com/qp7KfAQNwj— ISW (@TheStudyofWar) October 25, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Tengdar fréttir Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28 Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13 Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25. október 2022 07:28
Segir fáránlegt að vopn Rússa séu á þrotum Fyrrverandi forseti Rússlands segir fáránlegt að miðlar lýsi því yfir að birgðir Rússa klárist hratt. Vopnaframleiðsla gangi vonum framar. 24. október 2022 22:13
Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. 24. október 2022 09:02