Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 11:00 Karen Knútsdóttir var flottur gestur í Seinni bylgjunni. S2 Sport Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira