Karen Knúts ætlaði alltaf að spila í vetur en „Toggi tók mig úr umferð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 11:00 Karen Knútsdóttir var flottur gestur í Seinni bylgjunni. S2 Sport Karen Knútsdóttir hefur farið á kostum inn á handboltavellinum undanfarin ár og var kosin besti leikmaður úrslitakeppninnar þegar Fram varð Íslandsmeistari síðasta vor. Hún spilar ekki með Fram í vetur. Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
Karen var gestur í síðustu Seinni bylgju og sýndi þar að hún gæti átt framtíð sína þar þegar handboltaskórnir fara upp á hillu sem verður þó vonandi ekki strax. Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sagðist hafa verið búinn að reyna mikið að fá Karen í þáttinn. „Loksins tókst það,“ sagði Einar. Kom pínu á óvart „Toggi tók mig úr leik og eitthvað varð ég að gera,“ sagði Karen hlæjandi. „Þetta gengur bara ljómandi vel, takk fyrir að spyrja,“ sagði Karen aðspurð um hvernig meðgangan gengur. „Þetta kom alveg pínu á óvart ég ætla ekki að ljúga neitt um það. Ég komst að þessu á degi þrjú á undirbúningstímabilinu og ég ákvað að vera ekkert með,“ sagði Karen. Best geymdi leyndarmálið „Þetta varð að best geymda leyndarmálinu,“ sagði Karen sem er þá búin að ná sér að kálfameiðslunum. „Á næsta tímabili verður kálfurinn orðinn nógu góður,“ sagði Karen létt en hélt svo áfram. „Það voru mjög mikið að stærðfræðingum sem voru að leggja saman tvo og tvo og föttuðu að ég væri ólétt,“ sagði Karen. „Þetta er alltaf gleðiefni en ég verð að spyrja þig: Hvernig var að segja Stebba frá þessu,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og er þar að tala um Stefán Arnarson, þjálfara Framliðsins. Var ekkert eðlilega stressuð „Ég var ekkert eðlilega stressuð. Þetta var eins og ég væri að fara að hringja í pabba minn til að segja honum að ég hefði gert eitthvað vitlaust af mér. Þetta eru bara gleðifréttir og Stebbi tók því bara þannig. Þetta var ekki fyrsta óléttusímtalið sem hann hefur fengið,“ sagði Karen. „Ég gæti trúað því að Addi P hafi fengið tvö á ferlinum og bæði frá mér. Hann hefur aldrei þjálfað stelpur áður,“ sagði Karen og var þar að tala um Arnar Pétursson, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. Það má horfa á spjallið þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Karen Knútsdóttir um óléttuna sína
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira