Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2022 07:03 Í tilkynningunni segir að ráðist hafi verið í skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir eru sagðar munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Vísir/Vilhelm Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar. Össur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri í tengslum við uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að salan hafi numið 177 milljónum Bandaríkjadala, um 24,5 milljörðum íslenskra króna, og hafi söluvöxtur numið sex prósentum í staðbundinni mynt en innri vöxtur var fjögur prósent í ársfjórðungnum. Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að góður vöxtur hafi verið á mörkuðum í Asíu þar sem sala hafi aukist á ný í Kína og Ástralíu auk þess sem salan í Ameríku hafi verið sterkari í þessum ársfjórðungi. „Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir í aðfangakeðjunni leggjum við áherslu á skilvirka afhendingu á vörum okkar og lausnum. Enn er mikill áhugi á hinu nýja Power Knee og ánægja sjúklinga og þjónustaðila er okkur mikil hvatning að markmiði okkar um að auka hreyfanleika fólks. Við gengum frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem er leiðandi í mekanískum stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað,“ er haft eftir Sveini. Önnur atriði úr fréttatilkynningu Össurar: Innri vöxtur var 4% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum á þriðja ársfjórðungi 2022. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 var innri vöxtur 3% á stoðtækjum og 2% á spelkum og stuðningsvörum. Styrking Bandaríkjadollar gagnvart Evru og öðrum lykilmyntum í ársfjórðungnum hafði neikvæð áhrif á tekjur félagsins í Bandaríkjadollurum að fjárhæð 14 milljónum Bandaríkjadala (2 milljörðum íslenskra króna) samanborið við sama tímabil í fyrra. Með framtíðarvöxt og áframhaldandi arðsemi að leiðarljósi voru gerðar skipulagsbreytingar hjá Össuri í ársfjórðungnum og farið í aðgerðir til að lækka kostnað. Þær aðgerðir munu skila lækkun á kostnaði sem nemur um 15 milljónum Bandaríkjadala (2,1 milljarði íslenskra króna) á ársgrundvelli. Einskiptisliðir námu um 14 milljónum Bandaríkjadala (1,9 milljarði íslenskra króna) í ársfjórðungnum, aðallega vegna fyrrnefndra skipulagsbreytinga og aðgerða til lækkunar á kostnaði. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir að teknu tilliti til einskiptisliða (EBITDA before special items) nam 35 milljónum Bandaríkjadala (4,9 milljörðum íslenskra króna) eða 20% af veltu á þriðja ársfjórðungi 2022 samanborið við 21% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 21 milljónum Bandaríkjadala (3 milljörðum íslenskra króna) eða 12% af veltu á þriðja ársfjórðungi og nam 53 milljón Bandaríkjadala (7 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu á fyrstu níu mánuðum ársins. Skuldsetningarhlutfallið var 2.8x í lok ársfjórðungsins, innan bilsins 2.0-3.0x sem skilgreint er í stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur. Á þriðja ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á Naked Prosthetics, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Með alþjóðlegu sölu- og markaðsneti Össurar er unnt að ná til fleiri einstaklinga sem þurfa á áðurnefndum stoðtækjum að halda. Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum Bandaríkjadala (1,1 milljarði íslenskra króna) árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir um 4-6% innri vexti og um 18-20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3-4% fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23-24%. Eins og stendur, gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur og EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða verði í neðri hluta áætlunarinnar.
Össur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira