Kvennafrí Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2022 16:31 Í dag eru 47 ár frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis. Kvennafrídagurinn sýndi mátt kvennasamstöðunnar í verki. Kvennasamstaðan er magnað fyrirbæri sem hefur verið hreyfiafl mikilvægra samfélagsumbóta í þágu jafnréttis og mannréttinda. Engu að síður búa konur hér á landi enn við launamisrétti sem rekja má að mestu til kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði kvennastarfa. Hvernig gengur ? Samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14,0% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,4% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2019. Það er óþolandi að nú hátt í 70 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi sé staðan þessi. Virði starfa Beina þarf sjónum að virðismati starfa. Launajafnrétti næst ekki nema launasetning byggi á heildstæðu mati starfa þar sem litið er til þátta eins og ábyrgðar á fólki, tilfinningalegu álagi, vinnuumhverfi, og samkenndar til jafns við mannaforráð og ábyrgð á fjármálum. Þó að launajafnrétti á vettvangi sveitarfélaga hafi ekki verið náð skera sveitarfélög sig úr með næstum helmingi lægri launamun er aðrir markaðir. Leið sveitarfélaga Sérstaða sveitarfélaganna á sér án efa margvíslegar skýringar. Ein þeirra er vafalaust sú að frá aldamótum hafa sveitarfélögin beint sjónum að verðmætamati starfa og notast við starfsmatskerfi við mat á störfum. Í því felst að mat á virði starfa byggir á samræmdum viðmiðum sem leitast er við að feli ekki í sér kynjaskekkju Starfsmatskerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og verk að vinna að vinna hvað varðar viðbótarlaunin. Um þessar myndir er aukin áhersla á virðismat starfa og er því full ástæða til að líta til reynslu sveitarfélaganna af notkun starfsmatskerfis í þeirri vegferð. Launamisrétti þarf að uppræta því þessi félagslegi og efnahagslegi veruleiki kvenna hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Við það verður ekki unað fyrr en fullt jafnrétti næst. Til hamingju með daginn! Höfundur er borgarfulltrúi, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 47 ár frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis. Kvennafrídagurinn sýndi mátt kvennasamstöðunnar í verki. Kvennasamstaðan er magnað fyrirbæri sem hefur verið hreyfiafl mikilvægra samfélagsumbóta í þágu jafnréttis og mannréttinda. Engu að síður búa konur hér á landi enn við launamisrétti sem rekja má að mestu til kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði kvennastarfa. Hvernig gengur ? Samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14,0% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,4% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2019. Það er óþolandi að nú hátt í 70 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi sé staðan þessi. Virði starfa Beina þarf sjónum að virðismati starfa. Launajafnrétti næst ekki nema launasetning byggi á heildstæðu mati starfa þar sem litið er til þátta eins og ábyrgðar á fólki, tilfinningalegu álagi, vinnuumhverfi, og samkenndar til jafns við mannaforráð og ábyrgð á fjármálum. Þó að launajafnrétti á vettvangi sveitarfélaga hafi ekki verið náð skera sveitarfélög sig úr með næstum helmingi lægri launamun er aðrir markaðir. Leið sveitarfélaga Sérstaða sveitarfélaganna á sér án efa margvíslegar skýringar. Ein þeirra er vafalaust sú að frá aldamótum hafa sveitarfélögin beint sjónum að verðmætamati starfa og notast við starfsmatskerfi við mat á störfum. Í því felst að mat á virði starfa byggir á samræmdum viðmiðum sem leitast er við að feli ekki í sér kynjaskekkju Starfsmatskerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og verk að vinna að vinna hvað varðar viðbótarlaunin. Um þessar myndir er aukin áhersla á virðismat starfa og er því full ástæða til að líta til reynslu sveitarfélaganna af notkun starfsmatskerfis í þeirri vegferð. Launamisrétti þarf að uppræta því þessi félagslegi og efnahagslegi veruleiki kvenna hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Við það verður ekki unað fyrr en fullt jafnrétti næst. Til hamingju með daginn! Höfundur er borgarfulltrúi, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, varaformaður Samfylkingarinnar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun