Lífið

Travis Scott segir fyrirsætuna vera að ljúga

Elísabet Hanna skrifar
Kylie Jenner og Travis Scott eiga saman tvö börn.
Kylie Jenner og Travis Scott eiga saman tvö börn. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Rapparinn Travis Scott segist ekki hafa haldið framhjá kærustunni sinni, Kylie Jenner. Ásakanir um slíkt afhæfi komu upp í kjölfar þess að fyrirsætan Rojean Kar birti myndband af sér á tökustað tónlistarmyndbands sem kappinn var að leikstýra.

Travis þvertekur fyrir það að um framhjáhald sé að ræða og segir hana hafa mætt óboðna. „Óboðin manneskja var að laum­ast til þess að taka mynd­ir á lokuðum tökustað á meðan ég leik­stýrði tón­list­ar­mynd­bandi. Ég segi það í síðasta sinn. Ég þekki þessa mann­eskju ekki. Ég hef aldrei verið með þess­ari mann­eskju,“ segir hann á Instagram miðli sínum. Hann biður fólk vinsamlegast um að hætta að skálda sögur um sig.

Travis Scott og Kylie Jenner.Getty/Rich Fury

Ekki í fyrsta skipti

Síðast komst Rojean í fréttirnar fyrir þremur árum síðan þegar talið var að þau væru að slá sér upp, þrátt fyrir samband hans við Kylie. Skömmu síðar hættu hann og Kylie saman, áður en þau fundu ástina á ný. Á þeim tíma svaraði Rojean fyrir sambandið og sagði það vera uppspuna. 

Eftir að Travis gaf út yfirlýsinguna um það að hún væri óboðin manneskja sem hann hafi aldrei verið með var Rojean ekki sátt. Þá kom hún fram á sínum eigin miðli og sagði það ekki í boði að vera að ljúga upp á sig og að hún væri hætt að taka þátt í því að láta allt líta út eins og honum hentar. 

„Að segja að þú þekk­ir mig ekki og þú haf­ir aldrei verið með mér, þegar þú hef­ur aug­ljós­lega verið með mér. Þegar all­ir hafa séð þig með mér, þegar ég er með mynd­ir og mynd­bönd af þér með mér? Láttu ekki svona,“ segir hún einnig. Hún sagði Travis halda framhjá Kylie á hverju kvöldi og að öll borgin vissi af því. 


Tengdar fréttir

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana

Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.