Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 07:10 Spenna milli Norður- og Suður-Kóreu hefur farið vaxandi undanfarin misseri. AP Photo/Lee Jin-man Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri. Samkvæmt fréttum frá Kóreu sigldi norðurkóreskt skip inn á það sem kallast nyrðri mörkin klukkan 3:42 að staðartíma í nótt. Skipið er sagt hafa snúið hratt aftur í norðurátt eftir að suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að skipinu. Norðurkóreski herinn heldur því fram að suðurkóreskt herskip hafi ráðist inn fyrir landamærin nokkrum mínútum síðar og þá hafi herinn skotið tíu viðvörunarskotum í átt að skipinu. Landamærin á sjó úti hafa verið mikill suðupunktur að undanförnu og ríkin tvo tekist þar á nokkrum sinnum á undanförnum árum. Þá hefur spenna aukist gífurlega undanfarnar vikur. Norðrið hefur notað svæðið til eldflauga- og stórskotaliðsæfinga sem hafa vakið um áhyggjur meðal Suður-Kóreu og Japans. Yfrivöld í Pyongyang í norðrinu hafa þá fjölgað heræfingum undanfarið og yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Kim Jong-un, leiðtogi norðursins, ætli að fyrirskipa sjöundu kjarnorkutilraun landsins. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. 5. október 2022 08:42 Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Samkvæmt fréttum frá Kóreu sigldi norðurkóreskt skip inn á það sem kallast nyrðri mörkin klukkan 3:42 að staðartíma í nótt. Skipið er sagt hafa snúið hratt aftur í norðurátt eftir að suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að skipinu. Norðurkóreski herinn heldur því fram að suðurkóreskt herskip hafi ráðist inn fyrir landamærin nokkrum mínútum síðar og þá hafi herinn skotið tíu viðvörunarskotum í átt að skipinu. Landamærin á sjó úti hafa verið mikill suðupunktur að undanförnu og ríkin tvo tekist þar á nokkrum sinnum á undanförnum árum. Þá hefur spenna aukist gífurlega undanfarnar vikur. Norðrið hefur notað svæðið til eldflauga- og stórskotaliðsæfinga sem hafa vakið um áhyggjur meðal Suður-Kóreu og Japans. Yfrivöld í Pyongyang í norðrinu hafa þá fjölgað heræfingum undanfarið og yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa varað við því að Kim Jong-un, leiðtogi norðursins, ætli að fyrirskipa sjöundu kjarnorkutilraun landsins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. 5. október 2022 08:42 Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. 5. október 2022 08:42
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. 4. október 2022 06:48
Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. 9. september 2022 12:09