Giannis dró vagninn í sigri Bucks | Celtics enn með fullt hús Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 09:30 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 44 stig er Milwaukee Bucks vann tuttugu stiga sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 125-105. Þá vann lið Boston Celtics sex stiga sigur gegn Orlando Magic, 126-120, og liðið er því með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum tímabilsins. Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira