Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2022 07:00 Ingvar Hjálmarsson er framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical. Aðsend Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag. Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag.
Svefn Vinnumarkaður Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira