Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Stefanía Arnardóttir skrifar 22. október 2022 08:01 Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mannskepnan er stútfull af þversögnum, annars vegar getum við ekki án hvors annars verið en hins vegar þá gerist það að við ljúgum, stelum, ráðskumst með aðra, beitum líkamlegu ofbeldi og veitumst að öðrum með dólgslátum. Í ljósi þeirra átaka sem fyrirfinnast, óþægilegu og andfélagslegu hegðunarmynstra sem má sjá víða í samfélaginu, er vert að ræða um samkennd. Samkennd er eiginleiki sem stuðlar að samvinnu, jákvæðri félagshæfni og uppbyggjandi félagssamböndum. Í grunninn felur samkennd í sér hæfileikann til „að skilja andlega og tilfinningalega líðan annarrar manneskju“. Samkennd er einnig getan til að skilja eigin tilfinningar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra með því að skilja svipbrigði, talsmáta og hegðun annarra, getunni til að bera hag annarra fyrir brjósti, ásamt mörgum öðrum þáttum. Samkenndaríkari einstaklingar búa yfir betri hæfileikum til samskipta, umhyggjusemi og getu til að setja sig í spor annarra. Yfirleitt sýna rannsóknir hærri tíðni samkenndar hjá konum en þetta kynjabil jafnast út með hækkandi aldri. Samkennd finnst að sjálfsögðu á meðal allra aldursflokka og allra kynja og á það sama við um andhverfu samkenndar, sem stundum er kölluð er hin dökka þríund eða machiavellianismi, narsissismi og siðblinda. Samkennd fer minnkandi milli kynslóða Samkvæmt greiningu Konrath, O’Brien og Hsing frá árinu 2011, í tímaritinu Personality and Social Psychology Review, sem samanstóð af 72 úrtökum sem gerðar höfðu verið milli áranna 1979 og 2009 á háskólanemum í Bandaríkjunum, kom fram að samkennd fari minnkandi milli kynslóða. Á þessu tímabili hefur getan til að sýna umhyggjusemi og jákvætt viðhorf til annarra minnkað mest eða 48%, og næst mest getan til að setja sig í spor annarra eða 34%. Þessi tilhneiging jókst til muna eftir 2000. Með því að skoða eingöngu háskólanema er þarna verið að bera saman fólk á svipuðum aldri sem ólst upp á öðrum tíma, við ólíkar félagslegar venjur, þrátt fyrir að búa í sama landi. Þegar rannsóknir eru skoðaðar má finna tengsl milli minni samkenndar og yfirgangssemi. Einnig má sjá að nemar sem mælast lágir í samkennd eru líklegri til að vera með dólgslæti undir áhrifum áfengis. Tíðni eineltis á meðal stúlkna hefur aukist og í ljósi algengis eineltis í skólum má yfirhöfuð velta fyrir sér hvaða áhrif minnkandi samkennd hefur á menningu barna innan veggja skólans. Hvers vegna þessi þróun? Ég get ekki fullyrt um ástæðu þessa þróunar en fræðimenn hafa velt fyrir sér hvaða þættir gætu hugsanlega spilað þátt í þessum breytingum og hafa ýmsar getgátur verið á sveimi. Sem dæmi halda sumir fram að breytingar í afþreyingu ungmenna upp úr 2000 gætu hafa haft áhrif. Vinsældir samkeppnismiðaðs raunveruleikasjónvarps og raunveruleikastjarna með skerta samkennd eru mögulega ekki góð fyrirmynd. Ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fréttum gæti mögulega haft deyfandi áhrif á samkenndar viðbrögð ungmenna. Fjöldi barna í barnafjölskyldum fer minnkandi en hugsanlega dregur það úr samkennd barns að þurfa ekki að gera málamiðlanir í þágu systkina. Breytingar í uppeldisaðferðum barna getur einnig verið áhrifavaldur. Það finnst þó ekki beint samband á milli samkenndar foreldris og barns. Frekar má sjá fjölda þátta sem eiga sameiginlegan þátt í þroskun samkenndar. Foreldrar sem þroska samkennd hjá barni sínu sýna lága tíðni stjórnsemis tengdra refsinga, eru há í hlýju og viðbragðshæfni, og ýta undir það að barn tjái sig tilfinningalega. Ein langtímarannsókn sýndi fram á að samkennd er meiri á meðal fullorðinna sem áttu virka feður í uppeldi sínu, mæður sem drógu úr yfirgangssemi þeirra þegar þau voru börn, og á meðal þeirra sem áttu mæður sem voru sáttar við hlutskipti sín sem foreldrar. Það kann að vera möguleiki að nútíma foreldrar séu stjórnsamari, sýni af sér minni hlýju og viðbragðshæfni, séu ólíklegri til að ræða mögulega líðan annarra, óhamingjusamari með hlutskipti sín og líklegri til að samþykkja meiri yfirgangssemi frá börnum sínum. Það má deila um það hvers konar einstaklingur verði skapaður í slíkum aðstæðum en þá má jafnframt spyrja sig hvort að foreldrar séu að verða narsissískari með þeim afleiðingum að börn þeirra verði svo samkenndaminni í kjölfarið? Áherslan á að ná árangri í lífinu hefur aukist til muna og hefur pressan til að ná árangri í námi eða starfi aukist samhliða. Mögulega verður það óvinsælli eiginleiki að sýna samkennd þegar aðrir eru álitnir keppinautar. Það gæti verið inni í myndinni að svindl, lygar og að ráðskast með aðra séu álitnir hluti af því að ná árangri í lífinu og sé þannig að auka narsissisma á meðal fólks og draga þannig úr samkennd. Síðast en ekki síst hefur gríðarleg breyting orðið á félagshegðun ungmenna með tilliti til samfélagsmiðla og netsamskipta. Hverjar sem ástæðurnar eru á bakvið þessa þróun þá blasir einhver mynd okkur. Spurningin verður að vera næst, hvað skal nú gera til að snúa blaðinu við? Það má nálgast rannsóknina hér í heild sinni: https://journals.sagepub.com/doi/epdf/10.1177/1088868310377395
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun