Tvíbreið brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi vígð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 19:38 Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþings eystra klipptu á borða á nýju brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi. stjórnarráðið Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag þátt í vígslu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Hann er vongóður um að fækka einbreiðum brúm niður í 29 fyrir árslok en þær eru nú 31. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með brúnni fækki einbreiðum brúm enn frekar og að hér eftir verðo engin einbreið brú á Hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Brúin er 163 metra löng og steinspeypt bitabrú í fimm höfum. Brúin er sú þriðja sem byggð er yfir vatnsfallið. Sú fyrsta var byggð 1921 og sú næsta 1967. Í ávarpi sínu sagði Sigurður Ingi að eitt af forgangsmarkmiðum samgönguáætlunar væri að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum. „Í dag færumst við einu skrefi nær því markmiði. Fyrir fjórum árum voru 37 brýr á Hringveginum einbreiðar, nú eru þær 32 og verða 31 við opnun nýrrar brúar í dag. Og það er ekkert lát á framkvæmdum. Ég er vongóður um að okkur takist að fækka þeim niður í 29 strax fyrir árslok því það stendur til að opna nýjar brýr á Hverfisfljóti og Núpsvötnum síðar á árinu. Þá eru ótaldar þrjár einbreiðar brýr sem munu færast utan Hringvegarins þegar umferð yfir nýja brú um Hornafjarðarfljót verður hleypt yfir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra í ávarpi sínu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Rangárþing eystra Vegagerð Mýrdalshreppur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með brúnni fækki einbreiðum brúm enn frekar og að hér eftir verðo engin einbreið brú á Hringveginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Brúin er 163 metra löng og steinspeypt bitabrú í fimm höfum. Brúin er sú þriðja sem byggð er yfir vatnsfallið. Sú fyrsta var byggð 1921 og sú næsta 1967. Í ávarpi sínu sagði Sigurður Ingi að eitt af forgangsmarkmiðum samgönguáætlunar væri að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum. „Í dag færumst við einu skrefi nær því markmiði. Fyrir fjórum árum voru 37 brýr á Hringveginum einbreiðar, nú eru þær 32 og verða 31 við opnun nýrrar brúar í dag. Og það er ekkert lát á framkvæmdum. Ég er vongóður um að okkur takist að fækka þeim niður í 29 strax fyrir árslok því það stendur til að opna nýjar brýr á Hverfisfljóti og Núpsvötnum síðar á árinu. Þá eru ótaldar þrjár einbreiðar brýr sem munu færast utan Hringvegarins þegar umferð yfir nýja brú um Hornafjarðarfljót verður hleypt yfir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra í ávarpi sínu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Rangárþing eystra Vegagerð Mýrdalshreppur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira